Daginn fer fljótlega að lengja...

Einhvern vegin dettur mér í hug að þetta sé ekki tilviljun, að þessi tillaga komi á u.þ.b. 7. stysta degi ársins, þ.e. viku fyrir vetrarsólstöður.  En eftir það liggur leiðin víst uppávið og að tveim mánuðum liðnum verður farið að daga um svipað leyti og vinnudagur hefst um klukkan 8. Myrkir morgnar eru þannig eitt af örfáum "vandamálum" sem lagast af sjálfu sér. Á þessum tíma árs finnst mörgum það vissulega ónotalegt að vakna um sjöleytið- ef ekki fyrr, í svartamyrkri vitandi það að það mun ekki birta næstu 3-4 klukkustundirnar. En því miður er það líka svo að lengd dagsbirtu er ekki hægt að breyta- ef við látum daga seinna þá færist kvöldið að sama skapi fram og myrkvar fyrr. Og hvort er betra eða verra- það er svo aftur  álitamál. 


mbl.is Vilja seinka klukkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk heldur að skipting milli sumars og vetrar sé skyndileg.  Hún er það ekki og sem golfari get ég staðfest það að það skiptir mjög miklu máli fyrir hina tugþúsundir golfara á Íslandi að geta spilað lengur fram á kvöldið á haustin.  Ef klukkunni verður seinkað, þurfa golfarar að hætta að spila kvöldgolf þ.e. golf eftir vinnu, í ágúst í stað september ár hvert.  Það er mikill missir.

Tryggvi Þór Tryggvason (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 15:52

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já ég held að þetta sé etv. ekki alveg hugsað til enda. Á sumrin t.d. færi að kólna og kæmi hafgola fyrr og dagurinn myndi nýtast verr þeim sem vildu sleikja sólina. Eins núna í desember þegar Vaðlaheiðin er orðin kvöldrauð um þrjúleytið og myrkur um fjögur. Ef klukkunni yrði seinkað um klukkutíma væri liggur við farið kvölda fljótlega eftir hádegi- sem er eiginlega alveg jafn óeftirsóknarvert eins og að vakna til starfa um "miðja nótt".

Arnór Bliki Hallmundsson, 14.12.2010 kl. 20:14

3 identicon


Þetta kemur til með að klípa af þeim tíma, sem við ,sem búum í þröngum fjörðum, höfum í sólinni. Frekar ætti að flýta um 2 tíma. Þá höfum við lengri tíma í frítímanum í björtu og sól  yfir sumarið. Svo held ég nú að þetta með blessuð börnin að vakana í myrkri sé nú bara þvæla. Þau ættu þá ekkert að sofa í byrtunni á sumrin. Við erum fædd inn í þessar aðstæður og lífsklukka okkar er stillt með þetta í huga. Ég tel nú frekar að börn fari bara allt of seint að sofa nú til dags, og nái því ekki þeim svefni sem þau þurfa, heldur en að morgunmyrkrið sé að plaga þau.

Hilmar Pálsson (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 08:46

4 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já persónulega þykir mér ágætt að byrja kannski daginn nokkra tíma í myrkri og eiga þá etv. fleiri stundir í björtu. Og sólin er ansi takmörkuð í þrengri fjörðum og auðvitað vilja menn nýta hana til hins ítrasta. En þetta er góður punktur hjá þér, Hilmar, með börnin og vakna í myrkri. Þ.e. að ef við miðum við þessa reglu að vaka í birtu og sofa í myrkri þá ætti náttúrulega bara að senda þau í rúmið um seinnipartinn yfir dimmustu mánuðina. Þá væri etv. ekki svo erfitt að vakna í skólan klukkan sjö

Arnór Bliki Hallmundsson, 15.12.2010 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband