Vetur á Akureyri

Veturinn hefur svo sannarlega minnt á sig hér norðan heiða.  Hnédjúpur jafnfallinn snjór og á köflum mittisdjúpir skaflar og á bílastæðum eru fjallháir ruðningar. Á þrettándanum kom alvöru hvellur, stórhríð og skafrenningur, svo vart sá milli húsa og það stóð hann óvenju lengi; það var byrjað að hvessa strax á miðvikudagskvöld og allan fimmtudaginn var fjúk og skafrenningur. Það var samt bara forsmekkurinn af ósköpunum sem gengu yfir seinnipartinn og um miðnæturbil ætlaði allt um koll að keyra. Það lægði frekar með föstudagsnóttinni en hvasst var lengst af á föstudeginum. Þetta var semsagt ALVÖRU VEÐUR! Enda skyldi þetta eitthvað eftir sig af snjó. Hér eru nokkrar myndir sem ég tók í gær  af afrakstri stórhríðarinnar. P1110089 P1110087

T.v. Strætó á Glerárgötu að beygja inn í Miðbæ.  Grenitrén á Eiðsvelli á Oddeyri eiga fullt í fangi með fannfergið.

P1110088 P1110093

Annar strætisvagn á leiðinni norður Glerárgötu, til móts við hinn víðfræga skemmtistað Sjallann. Gönguljósin og strætóinn sýna glöggt hæðina á ruðningunum. Á myndinni t.h. er stórvirk vinnuvél að ljúka við ruðning göngugötunnar í Hafnarstræti.

Þannig að hér er nóg af snjónum sem er svo sannarlega hið besta mál. Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband