Eyjafjörður í vetrarskrúða 16.1.2011

Átti leið um Stóra Eyjafjarðarhingin í dag og tók þá þessar myndir, en sveitin skartaði sínu fegursta í heiðskíru veðri og um 8 stiga frosti. Hér eru nokkrar myndir- og ætla ég ekki að hafa pistilin um þær lengri- enda segir hver mynd meira en 1000.

p1160107.jpg  p1160108.jpg

Myndin til vinstri er tekin skammt norðan við Kálfagerði. Horft til norðurs út fjörðinn. Tindurinn Jómfrú (1312m) ber hæst t.v. en þá koma Þríklakkar (1371m), Bóndi (1361m) og til hægri eru síðan Súlurnar, Syðri (1213m) og Ytri (1170m). Bungan yst, neðan Ytrisúlu kallast Stóristallur en hann halda margir sem eiga leið á Súlur í fyrsta skipti vera Súlutind en hann er einn margra "falskra" hátinda á leiðinni á Súlur. Til hægri er horft til suðurs eða fram skammt frá Litla-Hamri. Mér skilst að ekki séu menn á einu máli um nafn á þessu glæsilega fjalli, hvort það heiti Möðruvallafjall (sem er það nafn sem ég hef vanist) eða Öxnafell. En alltént minnir mig að ég hafi á einhverju korti séð hæðartöluna 1023m fyrir þetta fjall.

p1160110.jpg

Hann er vissulega stuttur sólargangurinn, en þó klukkan sé aðeins þrjú síðdegis þegar myndin að ofan er tekin er tunglið að gægjast upp fyrir snævi þakið Staðarbyggðarfjallið (1059m). Þekki a.m.k. þrjú önnur nöfn á Staðarbyggðarfjalli, en lægsti og nyrsti hlutinn kallast Öngulsstaðaöxl, en Sigtúnafjall er það einnig nefnt og Uppsalahnjúkur en það tel ég líklegast að sé hnjúkurinn beint undir tunglinu á þessari mynd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi

Þetta eru afskaplega fagrar myndir! Amma þín kunni held ég nöfn á öllum fjallahringnum hér áður fyrr. Bið kærlega að heilsa í bæinn.

Kveðja frá Brávöllum

margrét harðardóttir (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 16:16

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Takk fyrir það, skila því

Bið sömuleiðis að heilsa í Borgina. Mig rámar eitthvað í þegar amma  var að benda mér út um gluggana í eldhúsinu, stofunni og ganginum á fjallahringin, hvað þau hétu og ég vildi alltaf vita hvað þau voru há o.s.frv. en eins og þú kannski manst þá var undirritaður ansi áhugasamur um fjöll á unga aldri ( og er enn).

Kveðja að norðan

Arnór. 

Arnór Bliki Hallmundsson, 17.1.2011 kl. 23:05

3 identicon

Sæll aftur

já, ég man eftir ákveðnum hæðarmæli sem mikið var notaður. Man m.a. eftir að hæð Víkurfjalls var mæld og að ógleymdum Bónda. Ef ekki hefði notið mælisins við hefði ég aldrei komist upp á topp. Hæð Bónda var vandlega mæld en ekki man ég hvort hæðin var sú sama og opinber m.y.s.

 Kveðjur frá Brávöllum

Margrét Harðardóttir (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 16:55

4 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sæl aftur

Ennþá á ég þennan forláta hæðarmæli og tek hann ævinlega með ef farið er í fjallgöngur. Hann þykir sjálfsagt fornfálegur enda að detta í tvítugt, keyptur í Skátabúðinni 1992, en ég hef ekki enn skipt honum út fyrir nýmóðins GPS tæki- sem yfirleitt hafa leyst svona gæðagripi af hólmi. En hann fór uppí 1419 m á Bónda man ég, sem er víst 50-60m yfir opinberu tölunni. Hann á það raunar til að "hækka" fjöllin töluvert- skildist einhvern tíma að það hefði með óstöðugan loftþrýsting að gera.

Kveðja frá Grenivöllum :)

Arnór Bliki Hallmundsson, 21.1.2011 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 239
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 186
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband