16.1.2011 | 19:28
Eyjafjörður í vetrarskrúða 16.1.2011
Átti leið um Stóra Eyjafjarðarhingin í dag og tók þá þessar myndir, en sveitin skartaði sínu fegursta í heiðskíru veðri og um 8 stiga frosti. Hér eru nokkrar myndir- og ætla ég ekki að hafa pistilin um þær lengri- enda segir hver mynd meira en 1000.
Myndin til vinstri er tekin skammt norðan við Kálfagerði. Horft til norðurs út fjörðinn. Tindurinn Jómfrú (1312m) ber hæst t.v. en þá koma Þríklakkar (1371m), Bóndi (1361m) og til hægri eru síðan Súlurnar, Syðri (1213m) og Ytri (1170m). Bungan yst, neðan Ytrisúlu kallast Stóristallur en hann halda margir sem eiga leið á Súlur í fyrsta skipti vera Súlutind en hann er einn margra "falskra" hátinda á leiðinni á Súlur. Til hægri er horft til suðurs eða fram skammt frá Litla-Hamri. Mér skilst að ekki séu menn á einu máli um nafn á þessu glæsilega fjalli, hvort það heiti Möðruvallafjall (sem er það nafn sem ég hef vanist) eða Öxnafell. En alltént minnir mig að ég hafi á einhverju korti séð hæðartöluna 1023m fyrir þetta fjall.
Hann er vissulega stuttur sólargangurinn, en þó klukkan sé aðeins þrjú síðdegis þegar myndin að ofan er tekin er tunglið að gægjast upp fyrir snævi þakið Staðarbyggðarfjallið (1059m). Þekki a.m.k. þrjú önnur nöfn á Staðarbyggðarfjalli, en lægsti og nyrsti hlutinn kallast Öngulsstaðaöxl, en Sigtúnafjall er það einnig nefnt og Uppsalahnjúkur en það tel ég líklegast að sé hnjúkurinn beint undir tunglinu á þessari mynd.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 491
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 323
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll frændi
Þetta eru afskaplega fagrar myndir! Amma þín kunni held ég nöfn á öllum fjallahringnum hér áður fyrr. Bið kærlega að heilsa í bæinn.
Kveðja frá Brávöllum
margrét harðardóttir (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 16:16
Takk fyrir það, skila því
Bið sömuleiðis að heilsa í Borgina. Mig rámar eitthvað í þegar amma var að benda mér út um gluggana í eldhúsinu, stofunni og ganginum á fjallahringin, hvað þau hétu og ég vildi alltaf vita hvað þau voru há o.s.frv. en eins og þú kannski manst þá var undirritaður ansi áhugasamur um fjöll á unga aldri ( og er enn).
Kveðja að norðan
Arnór.
Arnór Bliki Hallmundsson, 17.1.2011 kl. 23:05
Sæll aftur
já, ég man eftir ákveðnum hæðarmæli sem mikið var notaður. Man m.a. eftir að hæð Víkurfjalls var mæld og að ógleymdum Bónda. Ef ekki hefði notið mælisins við hefði ég aldrei komist upp á topp. Hæð Bónda var vandlega mæld en ekki man ég hvort hæðin var sú sama og opinber m.y.s.
Kveðjur frá Brávöllum
Margrét Harðardóttir (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 16:55
Sæl aftur
Ennþá á ég þennan forláta hæðarmæli og tek hann ævinlega með ef farið er í fjallgöngur. Hann þykir sjálfsagt fornfálegur enda að detta í tvítugt, keyptur í Skátabúðinni 1992, en ég hef ekki enn skipt honum út fyrir nýmóðins GPS tæki- sem yfirleitt hafa leyst svona gæðagripi af hólmi. En hann fór uppí 1419 m á Bónda man ég, sem er víst 50-60m yfir opinberu tölunni. Hann á það raunar til að "hækka" fjöllin töluvert- skildist einhvern tíma að það hefði með óstöðugan loftþrýsting að gera.
Kveðja frá Grenivöllum :)
Arnór Bliki Hallmundsson, 21.1.2011 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.