Hús dagsins: Hafnarstræti 79

p2120038.jpgHafnarstræti 79 reistu þeir Óli P. Kristjánsson og Hjalti Sigurðsson árið 1923. Húsið er nyrst fjögurra steinsteyptra stórhýsa frá árunum 1922-23 sem reist voru á landræmu er varð til við gerð uppfyllingar framan við Hafnarstræti. En Hafnarstræti 79 er tvílyft steinsteypuhús með háu risi á háum kjallara. Húsið hefur eitt einkenni elstu steinhúsa, steypta lista utanum glugga, en rammar utan um glugga voru oft áberandi á timburhúsum. Stundum voru svona rammar á steinhúsum bogadregnir.  Húsið er tvær álmur, framhús og bakálma sem gengur inn í brekkuna á bakvið. Líklega hafa þeir Óli og Hjalti skipt húsinu í tvo eignarhluta og stórir gluggar á kjallara gefa til kynna að þar hafi verið verslunarpláss. Einhvern tíma hafa verið smíðaðar veglegar suðursvalir á ofaná stigabyggingu á bakálmu.  Nú er húsið hins vegar þríbýli, íbúðir í kjallara, 1.hæð og 2.hæð og risi. Í dag er aðeins búið í hluta hússins en nú standa yfir gagngerar endurbætur á efri hæðum. Hafnarstræti 79 er stórfínt hús og verður eflaust enn glæsilegra að loknum endurbótum. Umhverfi hússins og húsana í kring er nokkuð sérstakt, nánast ekkert   "undirlendi" en snarbrött, skógi vaxin brekka fyrir ofan.  Þessi mynd er tekin 12.feb. 2011.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 497
  • Frá upphafi: 436892

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 329
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband