Hús dagsins: Hríseyjargata 1

P3120028Hríseyjargata heitir neðsta þvergatan í eldri íbúðarbyggð Oddeyrar. En þær eru milli Glerárgötu í vesturs og Hjalteyrargötu í austri Lundargata, Norðurgata, Grundargata og svo Hríseyjargatan. Þær eru h.u.b. í aldursröð en Hríseyjargatan er að mestu leyti byggð eftir 1920, löngu seinna en efri göturnar. Ef undan er skilið elsta húsið, Hríseyjargata 1, sem byggt er 1903. Húsið reisti maður að nafni Árni Pétursson sem bakhús við Strandgötu og líklega var það geymsluhús í fyrstunni. Er húsið steinhús og í einhverri Sögugöngu um Oddeyrina heyrði ég að þetta hús hefði verið kallað Steinöld (talað um Árna í Steinöld). En þetta er sennilega eitt alfyrsta steinsteypuhús á Akureyri, en mörg ár liðu þar til farið var að reisa stórhýsi og veglegri íbúðarhús úr steinsteypu hér. Húsið hefur verið stækkað nokkrum sinnum fyrst uppúr 1920, mun fyrst hafa verið einlyft en um 1925 var byggð hæð ofaná og ris. Þá var því breytt í íbúðarhús. Sennilega er húsið töluvert breytt bæði að utan frá upphafi, en slíkt hlýtur að teljast nokkuð eðlilegt þegar tæplega 110 ára hús í hlut. Kröfur íbúa taka nefnilega ýmsum breytingum á þeim tíma. Nú er húsið tvíbýli, ein íbúð á hvorri hæð og er í nokkuð góðu standi, er einfalt og látlaust. Þessi mynd er tekin 12.mars sl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 46
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 517
  • Frá upphafi: 436872

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 334
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband