Síðvetrardagur á Súlumýrum

Súlumýrar eru víðáttumiklar mýrar í 400-500m hæð á heiði sem liggur norður og austur af Súlutindi. Mýrarnar eru vinsælar til útivistar allan ársins hring en best gæti ég trúað að umferðin sé meiri á veturnar ef eitthvað er, þegar vélsleða og jeppamenn þenja þar fákana. 26.mars sl. var ég staddur með skátasveit í Fálkafelli og smellti af m.a. þessum myndum.

p3260039.jpg   

"Jeppaþing" á sléttunni sunnan Fálkafells. Á góðum dögum er umferð jeppa og sleða um þetta svæði nánast eins og á Miklubraut  og þarna töldum við uppundir 30 ökutæki. Í baksýn er svo Kaupangssveitarfjall (um 700m)

 

 

 

 

 

 

 

 

P3260026  

 

Kaldbakur (1173m) séður frá Mýrunum, nær er Kræklingahlíð og Síðu- og Giljahverfi. Þarna er geysigott útsýni út Eyjafjörð og Akureyri og nágrenni er líkast útbreiddu landakorti. 

 

 

 

 

 

P3260042

 

 Skátar bralla aldeilis fjölmargt- og hér er skátaflokkurinn Gullernir að reisa snjóhús með timburgrind í brekkunni vestan Fálkafells. Er það einstakur byggingarstíll, þar sem fyrst er slegin upp grind með trönum og svo snjór hlaðinn utaná og inn á milli trana. Þetta hús hefði auðvitað átt að friða af þeim sökum og  vera "Hús dagsins" Smileen það var rifið daginn eftir og efni flutt á sinn stað- þar sem það skapaði hættu fyrir sleðamenn og hefði orðið ruslaralegt þegar snjóa leysti.

 

 

 

 

 

 

 

 

P3260049

 

 

Gamli er skátaskáli sunnar á Súlumýrum, beint ofan Kjarnaskógar og Hamra um 2km sunnan Fálkafells. Þarna er oft mjög hvasst og í einhverjum hviðunum í vetur hefur eldiviðarskúrinn t.v. á myndinni látið undan. Þrátt fyrir Gamla-nafnið er skálinn rétt liðlega þrítugur, byggður 1979, en hann mun kenndur við Tryggva Þorsteinsson, kennara, skólastjóra og skátaforingja með meiru en hann var stundum kallaður Gamli. Tryggvi hefði einmitt orðið 100 ára á páskadag (24.apríl) og til stendur að halda uppá það meðal skáta á Akureyri með söngdagskrá og þá er einnig í gangi sögusýning á Amtsbókasafninu. 

 

 

 

p3260035.jpg Myndin er tekin úr hinni geysigóðu sleðabrekku bakvið Fálkafell, þar sem sjást ótal spor og snjóþotuför eftir skáta á leið í brekkuna, verklegur "38" Land Rover á ferðinni og við skálann er hópur af göngufólki sem kom sunnan að. Sem sagt nóg um að vera og líf og fjör við Fálkafell. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband