Hús dagsins: Enn fleiri býli í Glerárþorpi

Glerárþorp hefur orðið svolítið útundan hjá mér í umfjöllun minni en sl. vikur hef ég reynt að bæta úr því. En þorpið er töluvert frábrugðið Innbænum og Oddeyrinni að því leiti að þar er ekki um heilsteyptar götumyndir gamalla bygginga að ræða heldur eru þetta gömul grasbýli sem dreifast um stórt svæði. Stundum eru farnar Sögugöngur um Þorpið en þær eru ekki nærri eins algengar og um Eyri og Innbæ, þar sem slíkar göngur eru haldnar 1-2svar hvert einasta sumar. Ég man eftir að hafa farið í Sögugöngur 2000, 2002 og 2005 eða 6 um Glerárþorp. En það hafa oft liðið nokkur ár án Þorpsgangna. En ég tók mér göngu um Þorpið 3.apríl sl. og smellti af þessum myndum.

Fyrst ber okkur niður við Sjónarhól p4030069.jpgen húsið stendur við Hörgárbraut skammt neðan við Shell bensínstöðina á mikilli og gróinni lóð um 50m frá veginum. Allir sem koma til Akureyrar að sunnan sjá því þetta hús á leiðinni inn í bæinn en neðan við Sjónarhól er mikil brekka á leiðinni í bæinn. En Sjónarhóll er byggður 1938, einlyft steinhús með risi og miðjukvisti.

 

 

 

 

 

Þetta hús held ég nokkuð örugglega m.v. kort á bls. 234 í Steindóri Steindórssyni (1993) og lista á bls.91-92 í sömu bók að sé Brekka p4030068.jpgen húsið stendur við Stafholt ofarlega við götuna og er sagt nr. 16 við götuna.  Þetta hús er Hvoll og stendur nr. 10 við Stafholt.  En húsið er lágreist einlyft timburhús með risi með lítilli forstofubyggingu framan á og einlyftri viðbyggingu á gafli. Stendur á hól í krikanum þar sem Stafholtið sveigir niður að  en  gatan liggur í sveig uppí móti frá Miðholti en síðan í vinkilbeygju niður aftur að sömu götu.Hvoll er byggt 1902 og mun vera elsta hús sem enn stendur í Glerárþorpi.

 

 

 

 

Sandgerði, einlyft steinhús með risi frá 1923 stendur spölkorn frá Krossanebraut á brún mikillar brekku ofan Sandgerðisbótar sem væntanlega heitir eftir býlinu.p4030067.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Byrgi stendur rétt ofan Sandgerðisbótar, um 200m sunnar og neðan Sandgerðis. Húsið er steinsteypt stórhýsi frá því um 1925 en upprunalega var byggt á Byrgi árið 1898.  Gaflskaut á húsinu virðist undir áhrifum frá Jugendstíl.  p4030066.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimild: Steindór Steindórsson (1993). Akureyri, höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sæll félagi. Húsið sem þú segir vera Brekka er reyndar Hvoll og er Stafholt 10 í dag. Brekka er eilítið vestar og er númer 16 eins og þú bendir réttilega á. Held að hvoll sé elsta uppistandandi hús í Glerárþorpi 1904 að mig minnir.

M.b.k. VB

Ps. snilldar síða hjá þér.

Víðir Benediktsson, 24.4.2011 kl. 17:25

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Þakka innlitið, ábendinguna og hólið. Þekki ekki alveg til býlanna í Þorpinu en finnst þó um að gera að mynda þau og birta hér, líkt og gömlu húsin sunnan Glerár.  Þá er einmitt frábært að fá svona ábendingar og viðbrögð.   Skv. Steindórsbókinni er Hvoll byggt 1902 og mér sýnist á upptalningu þar á Þorpsbæjunum og byggingarári þeirra að  ekki sé eldra hús uppistandandi í Glerárþorpi. 

Bestu kveðjur, Arnór B. :)

Arnór Bliki Hallmundsson, 25.4.2011 kl. 18:36

3 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Búinn að leiðrétta textann um Hvoll (eða "meinta" Brekku )

Arnór Bliki Hallmundsson, 25.4.2011 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband