19.4.2011 | 16:01
Hús dagsins: Enn fleiri býli í Glerárþorpi
Glerárþorp hefur orðið svolítið útundan hjá mér í umfjöllun minni en sl. vikur hef ég reynt að bæta úr því. En þorpið er töluvert frábrugðið Innbænum og Oddeyrinni að því leiti að þar er ekki um heilsteyptar götumyndir gamalla bygginga að ræða heldur eru þetta gömul grasbýli sem dreifast um stórt svæði. Stundum eru farnar Sögugöngur um Þorpið en þær eru ekki nærri eins algengar og um Eyri og Innbæ, þar sem slíkar göngur eru haldnar 1-2svar hvert einasta sumar. Ég man eftir að hafa farið í Sögugöngur 2000, 2002 og 2005 eða 6 um Glerárþorp. En það hafa oft liðið nokkur ár án Þorpsgangna. En ég tók mér göngu um Þorpið 3.apríl sl. og smellti af þessum myndum.
Fyrst ber okkur niður við Sjónarhól en húsið stendur við Hörgárbraut skammt neðan við Shell bensínstöðina á mikilli og gróinni lóð um 50m frá veginum. Allir sem koma til Akureyrar að sunnan sjá því þetta hús á leiðinni inn í bæinn en neðan við Sjónarhól er mikil brekka á leiðinni í bæinn. En Sjónarhóll er byggður 1938, einlyft steinhús með risi og miðjukvisti.
Þetta hús held ég nokkuð örugglega m.v. kort á bls. 234 í Steindóri Steindórssyni (1993) og lista á bls.91-92 í sömu bók að sé Brekka en húsið stendur við Stafholt ofarlega við götuna og er sagt nr. 16 við götuna. Þetta hús er Hvoll og stendur nr. 10 við Stafholt. En húsið er lágreist einlyft timburhús með risi með lítilli forstofubyggingu framan á og einlyftri viðbyggingu á gafli. Stendur á hól í krikanum þar sem Stafholtið sveigir niður að en gatan liggur í sveig uppí móti frá Miðholti en síðan í vinkilbeygju niður aftur að sömu götu.Hvoll er byggt 1902 og mun vera elsta hús sem enn stendur í Glerárþorpi.
Sandgerði, einlyft steinhús með risi frá 1923 stendur spölkorn frá Krossanebraut á brún mikillar brekku ofan Sandgerðisbótar sem væntanlega heitir eftir býlinu.
Byrgi stendur rétt ofan Sandgerðisbótar, um 200m sunnar og neðan Sandgerðis. Húsið er steinsteypt stórhýsi frá því um 1925 en upprunalega var byggt á Byrgi árið 1898. Gaflskaut á húsinu virðist undir áhrifum frá Jugendstíl.
Heimild: Steindór Steindórsson (1993). Akureyri, höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 21
- Sl. sólarhring: 43
- Sl. viku: 492
- Frá upphafi: 436847
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 318
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll félagi. Húsið sem þú segir vera Brekka er reyndar Hvoll og er Stafholt 10 í dag. Brekka er eilítið vestar og er númer 16 eins og þú bendir réttilega á. Held að hvoll sé elsta uppistandandi hús í Glerárþorpi 1904 að mig minnir.
M.b.k. VB
Ps. snilldar síða hjá þér.
Víðir Benediktsson, 24.4.2011 kl. 17:25
Þakka innlitið, ábendinguna og hólið. Þekki ekki alveg til býlanna í Þorpinu en finnst þó um að gera að mynda þau og birta hér, líkt og gömlu húsin sunnan Glerár. Þá er einmitt frábært að fá svona ábendingar og viðbrögð. Skv. Steindórsbókinni er Hvoll byggt 1902 og mér sýnist á upptalningu þar á Þorpsbæjunum og byggingarári þeirra að ekki sé eldra hús uppistandandi í Glerárþorpi.
Bestu kveðjur, Arnór B. :)
Arnór Bliki Hallmundsson, 25.4.2011 kl. 18:36
Búinn að leiðrétta textann um Hvoll (eða "meinta" Brekku )
Arnór Bliki Hallmundsson, 25.4.2011 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.