Gleðilegt sumar

Óska ykkur öllum gleðilegs sumars og þakka fyrir veturinn.  Cool Hér norðan heiða er sumarlegt (eða allavega vorlegt Wink) um að litast; skýjað og 8 stiga hiti en sólin hefur gægst fram öðru hverju. Snjólaust í byggð og snjór að mestu horfin úr Vaðlaheiði en vesturfjöllin, Hlíðarfjallið og Súlurnar á kafi í snjó, enda mikið hærri.  Skilst að sumar og vetur hafi víða frosið saman en það boðar víst gott sumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi og gleðilegt sumar (og páska).

Sá færsluna hjá þér frá því 5. mars og fannst ég þekkja Barð. Bar þetta undir mömmu sem líka heldur að þetta hús heiti Barð.

Haldu endilega áfram með þorpið. Ætli Kollugerði, Grænahlíð, Bandagerði o.fl. standi enn? Alltof langt síðan ég hef farið á þessar slóðir.

Bestu kveðjur frá Möggu

Margrét Harðardóttir (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 09:37

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Heil og sæl

Var ekki viss um einmitt þetta hús, hvort þetta væri Barð eða Sólheimar. Veit að þessi hús eru nokkuð nálægt hvort öðru. Kollugerði var rifið fyrir líklega einum 15 árum, á svipuðum slóðum er nú Giljahverfi; Snægil og Merkigil. Það er eldra hús (b.1941) við Hvammshlíð sem stendur þar sem Bandagerðisbærinn stóð- en ég man ekki hvort að það hús hafi verið kallað Bandagerði. Grænahlíð stendur enn, hefur nýlega verið gert upp og er nýmálað- en stóð örugglega autt um eitthvert árabil, en Grænahlíð stendur við götuna Tungusíðu. Hef einmitt verið að færa mig svolítið yfir í Þorpið eftir að vera kominn með ágætis bunka um Oddeyrina og Innbæinn.

Bestu kveðjur, Arnór.

Arnór Bliki Hallmundsson, 28.4.2011 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 209
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband