Hús dagsins: Skarðshlíð 36-40 og Undirhlíð 3. Elsta og yngsta fjölbýlishúsið í Glerárþorpi.

Brá mér út áðan í göngu um neðanvert Glerárþorp-með myndavélina að sjálfsögðu. M.a. myndaði ég tvenn fjölbýlishús sem standa á svipuðum slóðum en þetta eru annars vegar elsta og hinsvegar yngsta fjölbýlishúsið í Glerárþorpi og aldursmunurinn á þeim er rétt innan við hálf öld.

 En Skarðshlíð 38-40 P5220059er byggt árið 1965. Það er steinsteypt, þrjár hæðir auk kjallara og í því eru þrír stigagangar og íbúðirnar um 24. Stendur húsið undir klöpp og brekku neðan býlanna Ásbyrgis og Skúta. Er þetta í raun fyrsta stóra fjölbýlishúsið eða blokkin á Akureyri. Eldri fjölbýlishús eru reyndar á Oddeyri en það eru mikið minni hús- þetta er líkast til fyrsta fjölbýlið í bænum með fleiri en 10 íbúðum. Skarðshlíð 36-40 er einnig eitt fárra fjölbýlishúsa hér í bæ þar sem bílskúr fylgir nokkrum íbúðum og er slíkt raunar fátítt í stórum fjölbýlishúsum. (Nú eru reyndar oftast hafðir bílastæðakjallarar undir fjölbýlishúsum- en það er auðvitað ekki sama og bílskúr) En bílskúrabygging stendur uppí brekkunni norðan við húsið. Blokkin er sú fyrsta af mörgum sem risu 1965-70 við Skarðshlíð á kaflanum frá Glerá (beint á móti SíS verksmiðjunum) uppað Ásbyrgi. Húsið og lóð og umhverfi þess eru í mjög góðri hirðu.

Undirhlíð 3 P5220056er einum 46 árum yngri en Skarðshlíðarblokkin og talsvert ólík bæði að stærð og gerð. Byggingarár er 2011- enda er húsið óklárað og er þetta því yngsta fjölbýlishús í Glerárþorpi. Húsið verður sjö hæðir á kjallara og í því verða 27 íbúðir. Húsið er í hópi hærri bygginga á Akureyri en hæstu hús hér eru 9 hæðir. Það er byggingarverktakinn SS Byggir sem byggir húsið eftir teikningum Kollgátu  og þar verða í boði íbúðir fyrir 50 ára og eldri. Hér eru meiri upplýsingar um húsið. Myndirnar eru teknar fyrr í dag, 22.maí 2011.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband