Hús dagsins: Hríseyjargata 5

P6220119Hríseyjargatan er neðst af þvergötunum sem ganga norður úr Strandgötu neðan Glerárgötu og ofan Hjalteyrargötu. Byggðin við hana er talsvert yngri en við efri göturnar Grundargötu, Norðurgötu og Lundargötu. En húsið á myndinni, Hríseyjargötu 5 byggði maður að nafni Þorgrímur Þorsteinsson árið 1922. Húsið er einlyft timburhús á steinkjallara, en á þessum tíma var orðið sjaldgæfara að byggð væru timburhús; steinsteypan var farin að vera allsráðandi. Árið 1927 var byggð bakbygging, einlyft með skúrþaki af þáverandi eiganda, Júlíusi Hafliðasyni og aftur var byggt við 1967. (Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson 1995: 97)  Þannig hefur húsið, sem vart getur talist mikið stórhýsi, í raun verið stækkað tvisvar frá upphafi! En Hríseyjargata 5 er stórglæsilegt hús, látlaust og einfalt að gerð. Helsta séreinkenni hússins er sérstakt brot efst á risinu og skv. Guðnýju Gerði og Hjörleifi er þetta rislag  kallað mansard. Húsið er klætt báruáli og þverpóstar í gluggum og er það í góðri hirðu. Nú er húsið einbýli en gæti hafa verið tví- eða þríbýli einhverntíman. Þessi mynd er tekin á miðnætti 22.júní 2011.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 324
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband