Svipmyndir frá sumarkvöldum.

P6300129Hér koma nokkrar myndir sem ég hef tekið á göngutúrum um götur Akureyrar á sumarkvöldum sl. vikur. Sumarið hefur reyndar ekki verið alveg með besta móti, a.m.k. júnímánuður en júlí hefur þó verið skárri. En hér eru nokkrar sumarkvöldmyndir teknar núna fyrr í sumar.

Til hliðar: Hlíðarskálin er reyndar ekkert mjög sumarleg að sjá á, enda þótt þarna sé kominn 30.júní. Snjórinn er þakinn grárri ösku úr Grímsvötnum. Nú verður hinsvegar spennandi að sjá í haust hvort Hlíðarskálin fari í sundur, þ.e. bráðni á milli efri og neðri fannar eða hvort hret fram eftir vori og sumri nái að bjarga henni. (Ef ég legði það á annað borð í vana minn að "fótósjoppa" eða breyta myndunum mínum myndi ég klárlega þurrka út þennan helming af umferðarmerki í horninu. En þetta þvælist ekki mikið fyrir mér)

Súlutindur eða Ytri Súla P6300128(1167m) er heldur ekki mjög sumarleg en þessi mynd er tekin á nákvæmlega sama punkti, þ.e. neðan við svæði Háskólans á Akureyri á Sólborg. Þarna eru byggingarnar, Sólborg og fyrir miðju er nýjasti áfangi húsnæðisins sem vígður var 28.ágúst í fyrrahaust, nákvæmlega sama dag og Menningarhúsið Hof. Nýbyggingin ber í brekkuna miklu Súlumýrum sem standa þarna undir Súlutindi. Fremst á mýrunum má greina hvítan blett, en það skátaskálinn Fálkafell.

 

 

 

P7040136

 "Hefðbundnar" sólarlagsmyndir eru að öllu jöfnu teknar í kringum  fjöll eða sveitir eða smekklega byggð. Hér er ég með eina öðruvísi; sólarlag yfir iðnaðarsvæði en hér er sólin að setjast þann 4.júlí 2011 með athafnasvæði Slippsins og austurenda Nótastöðvarinnar Odda í forgrunni. Kaldbakur (1167m- jafn hár og Súlutindur) sést til hægri.

 

 

 

 

Hér var ég á göngu um Hafnarstrætið þ. 9.júlí. P7090155Ský dró fyrir kvöldsólina og úr varð þessi skemmtilega birta yfir Drottningarbraut og Pollinn. Örlítið fjær er Oddeyrin, húsaröðin við Strandgötu en sjá má að einhver sól skín á Vaðlaheiðina og Blámannshattinn lengst til vinstri.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 556
  • Frá upphafi: 420873

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 464
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband