Hús dagsins: Hríseyjargata 3

Húsið á myndinni, Hríseyjargötu 3 byggði Jón Eðvaldsson P4030997eftir teikningum Halldórs Halldórssonar árið 1937, en segja má að Halldór hafi verið eitt af "stóru nöfnunum" í húsateikningum á Akureyri áratugina 1920-40, ásamt þeim Sveinbirni Jónssyni og Tryggva Jónatanssyni. Önnur hús eftir Halldór má nefna Gránufélagsgötu 39-41 (1929) og Hríseyjargötu 21(1942) en þar er um ræða ein fyrstu fjölbýlis- og raðhúsin á Akureyri.  Hríseyjargata 5 er nokkuð einfalt og látlaust tvílyft steinhús með lágu risi, en það er undir talsverðum áhrifum frá Fúnkís byggingargerð sem var einmitt ráðandi árið 1937 þegar húsið var byggt. Áðurnefndur Tryggvi Jónatansson teiknaði mörg slík hús sem standa við Ægisgötu. Helsta fúnkís einkennið á húsinu eru horngluggarnir.  Eitthvað hefur verið byggt við húsið gegn um tíðina og í Oddeyrarbók Guðnýjar og Hjörleifs er það rakið;  þvottahúsbygging árið 1941 og bílgeymsla 1980. En Hríseyjargata 3 er einbýli og hefur líkast til verið alla tíð, það er í góðu standi og hefur lóð verið nýlega tekin í gegn. Myndin er tekin 3. apríl 2022.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband