Hús dagsins: Lækjargata 9 og 9a

Sunnanmegin í Búðargilinu, þar Lækjargatan er bröttust og þrengst standa þessi tvö látlausu timburhús, Lækjargata 9 og 9a. P8210294Þau eru bæði byggð á sama tíma, árið 1894 af þeim Hafliða Þorkelssyni og Jóhannesi Jónssyni- en í þeirri heimild (Akureyrarbók Steindórs) ég styðst við hér kemur þó ekki fram hvor þeirra byggði hvort húsið. Hugsanlega hafa þeir etv. byggt bæði húsin í sameiningu. En húsin voru reist í stað torfbæjar sem stóð þarna áður. En húsið næst á myndinni, hægra megin- stendur alveg uppvið götuna er Lækjargata 9. Það er einlyft  múrhúðað timburhús á háum steyptum kjallara með háu risi. Einlyft viðbygging er á vesturgafli og er hún með skúrþaki. Nýir sexrúðupóstar eru í gluggum- en þeir koma í stað þverpósta sem voru í gluggunum um áratugi. Sennilega voru þverpóstarnir settir um svipað leyti og húsið var múrhúðað. En þessi tíska, að múrhúða eða forskala eldri timburhús var móðins um miðja 20.öld. Um leið og hús voru forsköluð voru yfirleitt gluggapóstum skipt út og allt timburskraut-ef var til staðar- tekið burt. Númer 9a, stendur vinstra megin við nr.9 er einnig timburhús, einlyft með háu risi. Það er ekki stórt að grunnfleti, áberandi mjótt en svipað á lengdina og framhúsið Er það næsta lítið breytt að utan frá upphafi, á mynd frá 1915 lítur það nánast eins út og í dag. Þá, sem nú, var húsið panelklætt að utan og með krosspóstum í gluggum. Bæði húsin eru bæði í góðri hirðu og líta vel út. Þau standa á skemmtilegum stað og í grónu umhverfi lóðarinnar rennur Búðarlækurinn opinn. Bæði húsin eru einbýlishús og hafa líkast til alla tíð verið. Í Akureyrarbókinni kemur fram að niðjar Jóhannesar og Hafliða hafi búið í húsunum lengi vel eftir þeirra dag. Þessa mynd tók ég í ljósmyndaleiðangri um Búðargilið sl. sunnudag 21.8.2011.

Heimild: Steindór Steindórsson (1993.) Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband