Hús dagsins: Eyrarlandsstofa

P8090250Lystigarðurinn á Akureyri er einn af vinsælli áfangastöðum þeirra sem þeir sem heimsækja Akureyri. Þar eru þúsundir plöntutegunda, bæði innlendra plantna og erlendra skrautplantna og margt tjarna og gosbrunna- sá elsti frá því fyrir 1930.*  En Lystigarðurinn stendur í landi Stóra Eyrarlands, en mestallt land sem Akureyrarbær stendur á tilheyrði Eyrarlandi.  

Eina bæjarhús Eyrarlands sem enn stendur er íbúðarhús, stofa, byggð 1848. Er það einlyft timburhús með háu risi af algengri húsgerð þess tíma, áþekkt t.d. Aðalstræti 50 og 52 og Laxdalshúsi. Var það Geirþrúður Thorarensen sem átti býlið árið 1848 og sennilegast hefur hún reist húsið. Eyrarlandsstofa stendur enn í Lystigarðinum en eins og gefur að skilja lagðist búskapur af á Eyrarlandi snemma á 20.öld. Síðasti bóndinn á Eyrarlandi hét Jón Helgason en hann hóf búskap 1896 og hefur væntanlega búið í þessu húsi en hugsanlega hefur hann búið í gömlum torfbæ sem þarna stóð fram undir 1950. Eyrarlandsstofa hefur vissulega tekið miklum breytingum gegn um tíðina, húsið var tekið algjörlega í gegn að utan sem innan fyrir um 2-3 áratugum og er nú starfsmannaaðstaða fyrir Lystigarðinn. Að ytra byrði er húsið líkast til nálægt upprunanum, klætt timburborðum (súð) á veggjum og þaki og með sexrúðugluggum. Mér þykir reyndar líklegt að upprunalegir gluggar hafi verið minni. Þessi mynd er tekin á góðvirðisdegi, 9.ágúst 2011.

*Lystigarðurinn sem slíkur er auðvitað efni í sérstaka færslu. Ég tek það mál til athugunar og e.t.v. kemur pistill um hann innan fárra vikna :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 19
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 436
  • Frá upphafi: 440793

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 210
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband