Hús dagsins: Þingvallastræti 2

Þingvallastræti er ein af lengri götum Akureyrar og ein aðalgatan gegn um Brekkuna. Hún byrjar á gilbrúninni við Sundalaugina og nær upp að Súluvegi við athafnasvæði BM Vallár (Malar og Sands til áratuga), rétt ofan við Lund og telst líklegast enda við brúnna yfir Glerá neðan Réttarhvamms, þar sem Hlíðarbraut byrjar hinu megin við brúna. P8210310Gatan er rétt innan við 2km á lengd. Helstu þvergötur sem Þingvallastrætið skera eru Þórunnarstræti, Byggðavegur, Mýrarvegur, Dalsbraut og efst gengur Skógarlundurinn suður úr götunni. Elstu hús götunnar eru neðst, byggð á 4.áratugnum, mikið til tvílyft steinhús með risi, á borð við húsið á myndinni hér, en ofan Þórunnarstrætis eru yngri hús, frá 1945-60, en ofan við Mýrarvegin standa fjölbýlishús og verslunarhús byggð 1970-80. 

En húsið á myndinni, Þingvallastræti 2 stendur neðst við götuna á barmi Grófargils (eða Gilsins eins og það kallast í daglegu tali). Það er byggt 1928 eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar. Er húsið einlyft steinsteypuhús með risi á kjallara, byggt í tveimur álmum, önnur sem gengur austur-vestur (samsíða Þingvallastræti) og hin er mjórri og gengur norður-suður. Sú álma má heita að sé tvílyft en rishæð er brotin (mansard) þ.e. er neðri partur riss mjög brattur en efri hluti aftur aflíðandi og aðeins "efra risið" er yfir vesturálmunni. Húsið er byggt í sk. gullaldarstíl eða klassíkisma en helstu einkenni hans eru stórir og margpósta gluggar og skraut á stafnbrúnum, sem svipar til jugendstíls. Ekki er ég sérfróður um byggingargerðir* en ég myndi halda að þessir byggingarstílar séu náskyldir. En Þingvallastræti 2 er stórglæsilegt og svipmikið hús, sem er í góðri hirðu, sem og umhverfi þess. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús en ég er ekki viss hvort húsið sé einbýli eða tvíbýli. Þessi mynd er tekin 21.ágúst 2011.

Heimildir: Bragi Guðmundsson (2000): Grenndarfræði. Í Bragi Guðmundsson (ritstjóri) Líf í Eyjafirði. Akureyri: Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 60
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 531
  • Frá upphafi: 436886

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 340
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband