Nokkur "listaverk"

Eitt af því sem ég hef gaman af er að rissa myndir á blað. Þá er sjaldnast um mikla eða merkilega listsköpun að ræða. Onei, yfirleitt gríp ég þá bara blýant, tússliti eða penna og krota á A4 blað og er svona korter-hálftíma. En sumt af þessum "listaverkum" mínum hef ég ljósmyndað og hyggst deila hér.

P7250042

Hér eru tveir karlar að drekka kaffi saman. Út um eldhúsgluggan gætu glöggir greint Súlutind, Akureyrarkirkju og hús á Brekkunni. Þetta er skrúfblýantsteikning frá janúar 2009. Mér finnst oft ágætt að teikna með skrúfblýanti, hann er fínni en hefðbundinn blýantur.

PB080071

Pallbíll af óræðri gerð á ferð um sveitaveg. Framsvipurinn svipar til Land Rover Defender en annað lag bílsins er sótt í Nissan Double Cab eða Mitsubishi L200 eða þess háttar bíla. Ekki er þetta neitt sérstakt umhverfi en sjálfsagt eru mörg áþekk útihús víða. Þetta er skrúfblýants, penna og vatnslitamynd, teiknuð 2009.

P8130020

Þetta ágæta fjall á þessari tússlita- og kúlupennateikningu þarf nú varla að kynna...en að sjálfsögðu á þetta að vera Herðubreið og Herðubreiðarlindir.

P8130021

Hús dagsins? Þarna hafði ég í huga norsk timburhús frá aldamótum 1900, og sjálfsagt minnir þetta mikla timburhús einhverja á Gamla Skóla. En svona verða margar teikningarnar mínar til, maður sækir kannski fyrirmyndir í raunveruleg hús, bíla eða fjöll og skapar svo eitthvað út frá því.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 591
  • Frá upphafi: 420793

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 472
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband