Góðar fréttir

Það er nú rétt vonandi að það rætist úr þessu hjá körlunum. Einhvern vegin finnst mér ég hafa séð svipaðar fréttir áður en það hafi svo reynst stórlega ýkt. Black Sabbath eru í talsverðu uppáhaldi hjá mér, ég á flesta diskana þeirra og þ.m.t. "Never Say Die" frá 1978- en skv. fréttinni virðist ný plata eiga að heita það sama. Woundering (Sjálfsagt einhver misskilningur á ferðinni). Þessi skipan hljómsveitarinnar er sú upprunalega en margir hafa komið við sögu í starfstíð Black Sabbath- sem spannar meira en 40 ár! Má þar nefna m.a. Ian Gillan úr Deep Purple, Vinnie Appice, Bev Bevan og Glenn Hughes að ógleymdum meistara Ronnie James Dio, sem lést á síðasta ári. Meðlimir Sabbath, með Dio í fararbroddi höfðu sl. ár starfað undir nafni Heaven And Hell og gáfu út plötuna "The Devil You Know" 2009. Sú plata þótti mér sýna að meistararnir hefðu engu gleymt frá sínum bestu árum- og því bíður maður spenntur eftir nýrri plötu !


mbl.is Black Sabbath saman á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 26
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 475
  • Frá upphafi: 436814

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 304
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband