Hús dagsins: Þingvallastræti 23; Gamli Iðnskólinn, Icelandair Hotels.

Eitthvað á ég enn af myndum af húsum sem vert er að fjalla um hér, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað í síðustu færslu. P8210307Hér er eitt af merkari stórhýsum Akureyrar, Þingvallastræti 23. En húsið var reist árið 1969 og hýsti Iðnskóla Akureyrar í um hálfan annan áratug, en skólinn rann í Verkmenntaskólann á Akureyri þegar hann var stofnsettur árið 1984. Háskólinn á Akureyri hafði lengi aðsetur sitt í húsinu en hann var stofnaður 1987. Skólinn stækkaði hratt og fluttist að hluta á Sólborg um 1995 þar sem mikil uppbygging hófst næstu árin og áratuginn þar á eftir. Kennaradeild skólans var áfram í húsinu allt til vorsins 2010 en nú er öll starfsemi Háskólans komin á Sólborgarsvæðið. Þess má geta að undirritaður lauk Kennslufræðum til Kennsluréttinda við HA veturinn 2009-2010 og var ég í síðasta árganginum sem sat fyrirlestra í þessu húsi- vorið 2010 var ég eingöngu í tímum í þessari byggingu. Húsið vantaði töluvert uppá að uppfylla kröfur til nútíma skólahúsnæði; var t.d. rekið á undanþágum frá Brunavarnareftirliti og  það var dálítið sláandi munur á aðstöðunni þarna og í nýbyggingunum í Sólborg. En afskaplega skemmtilegt og þægilegt hús þrátt fyrir það. Veturinn 2010-11 fóru fram umfangsmiklar endurbætur á húsinu og má segja að fátt standi eftir upprunalegt utan útveggir og nokkrir burðarveggir að innan. Það var og stækkað töluvert, hækkað um eina hæð og lengt til suðurs, auk þess sem grafið var frá kjallara þ.a. hann var byggður upp sem hæð. Þetta hús sem hafði hýst Iðnskóla og síðar Háskóla í 40 ár var breytt í fyrsta flokks hótel. Nú er húsið allt hið stórglæsilegasta, sem og umhverfi þess og þarna er nú Icelandair Hotel Akureyri.  Efsta myndin er tekin 21.ágúst 2011 en hér að neðan eru myndir sem sýna upprunalega útlit hússins og einnig meðan það var í endurbyggingu. Húsið sést í efra horni hægra megin á vinstri myndinni, sem tekin er 25.sept. 2010 en seinni myndin er tekin sex mánuðum síðar 28.mars 2011.

P9250044   P3280060


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 16
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 244
  • Frá upphafi: 436956

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 173
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband