Hús dagsins: Hafnarstræti 85-89; Hótel KEA.

Stundum er ekki auðvelt að slá föstu um byggingarár húsa. Tökum sem dæmi síðasta Hús dagsins, Icelandair Hotel. Byggingarár þess er 1969. En í rauninni var húsið eins og það lítur út núna að mestu byggt sl. vetur 2010-11, þ.m.t. öll efsta hæðin og stór hluti hússins sem snýr í suðurs. Allar lagnir og innviðir eru væntanlega eins og um nýbyggingu sé að ræða, og sennilega er þegar upp er staðið aðeins hluti útveggja og einhverjir burðarveggir sem eru frá 1969. P8210312

 Það sama gildir um Hús dagsins í þessari færslu, það er byggt í mörgum áföngum, elsti hlutinn um áttrætt en síðast var hluti hússins allur tekinn í gegn fyrir örfáum misserum. En ég held mig í hótelunum og  á þessari mynd er sennilega gamalkunnasti gististaður Akureyrar, nefnilega Hótel KEA. En þetta stórglæsilega steinsteypuhús á fjórum hæðum var upprunalega reist árið 1933. Syðsta hluta hússins, nr. 85, sem raunar sést ekki á þessari mynd reisti Hjalti Sigurðsson húsgagnasmiður og var þar með verslun. Síðar hafa verið margar verslanir á jarðhæð, fasteignasala síðustu árin en hótel á efri hæðum. Hét það Hótel Harpa lengi vel en Hótel Stefanía þar áður. Fyrir skömmu voru gistirými Hótel Hörpu sameinuð Hótel KEA. Nyrsti hluti sambyggingarinnar, Hafnarstræti 89, sést hér á myndinni en hann hefur margoft verið stækkaður og allavega einusinni verið byggð ofaná hann aukahæð.  Er það hið eiginlega Hótel KEA og var upprunalega reist sem slíkt 1933. Í nr. 87 var lengi vel Brauðgerð KEA, apótek  og verslunarrými hafa einnig verið á jarðhæð nr. 89, þarna hafa einnig verið kjötbúð og mjólkurbúðir. Um 1990 var þarna Kaffiterían Súlnaberg en nú er þarna matsalur hótelsins. Hér eru nánari upplýsingar um Hótel KEAfyrir þá sem hafa áhuga, en hótelið státar af á annað hundruð vel búnum herbergjum og eru húsakynnin öll hin glæsilegustu, enda vinsælt að halda þarna ráðstefnur og samkomur. Húsið sem slíkt er einnig einn af hornsteinunum fjórum sem ramma  inn Kaupfélagshornið svokallaða, eitt þekktasta og líklega mest myndaða götuhorn Akureyrar, þar sem Hafnarstrætið sker Kaupangsstrætið og síðarnefnda gatan heldur svo áfram upp Gilið. Þessi mynd er tekin 21.ágúst 2011. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 23
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 251
  • Frá upphafi: 436963

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 179
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband