Trukkar af ýmsum stærðum og gerðum

Trukkur getur í sjálfu sér verið geysi víðtækt hugtak, og ekki endilega skýr mörk hvað telst trukkur og hvað ekki. Margir sjá fyrir sér, þegar talað er um trukk, risavaxna flutningabíla aðrir mikla fjallajeppa eða ógurleg torfærutröll eða allt þetta í senn. Trukkur er raunar íslensk hljóðmynd af enska orðinu "truck" en það orð er notað yfir flutningabíla, vörubíla og pallbíla. Hér eru hinir síðasttöldu oft frekar taldir til jeppa enda eru þeir oft á samskonar grind og jepparnir nema hvað í stað farangursrýmis er pallur.  Eða þeir eru bara einfaldlega kallaðir pallbílar. Mér hefur fundist tilhneigingin frekar vera sú að  ekki sé talað um jeppa eða pallbíla sem trukka nema þeir séu breyttir fyrir stór dekk og orðnir nokkuð vígalegir. En fyrst vikið er að orðinu jeppa má að sjálfsögðu minnast á það að það er íslensk mynd af orðinu "Jeep" sem er auðvitað ekkert annað en ein tiltekin bandarísk bílategund. Bílar sem hér kallast jeppar eru kallaðir SUV (Sport Utility Vehicle) uppá enskuna, eða a.m.k. í Bandaríkjunum. En jeppahugtakið er í sjálfu sér einnig fljótandi, rétt eins og trukkshugtakið. En hér eru nokkrir  sem klárlega mætti flokka undir trukka eða "trucks" uppá enskuna.

PA230001

Hér er Scania R580, dráttartrukkur eða "trailer" sem þarna dregur sementstank. Hann er á 10 hjólum, á þremur öxlum.   Í þessum er notaleg gistiaðstaða fyrir ökumann, og annan til, enda hannaður með margra daga ferðalög í huga og að ökumenn séu tveir. Scania er mjög stórt nafn í flutningum hérlendis, en MAN og Volvo eru sennilega svipað algengir.  Þessi mynd er tekin í ofanverðu Naustahverfi 23.okt. 2010.

Hérlendis eru flutningabílar nánast undantekningalaust frambyggðir, öfugt við það sem gerist í Bandaríkjunum þar sem voldugir "húddarar"   þeysa um þjóðvegina. Þeir eru af gerðum á borð við Mack, Peterbilt og Kenworth. Bandarísku trukkarnir oft með mikið stærri og meiri ökumannshúsum, nánast eins og húsbílar enda vegalengdir langar og ferðalög flutningabílstjóra mikið lengri þar.

 

P8200254Þeir verða nú ekki öllu ROSALEGRI en þessi! Þetta er MAN (veit ekki undirtegundina)  hertrukkur sem líklega þjónar hlutverki eins konar fjallarútu. Þessi er á þremur öxlum, sex hjólum sem mér sýndist fljótt á litið vera nálægt 50 tommum á hæð. Þessi mynd er tekin við KS í Varmahlíð 20.ágúst 2011.

 

 

 

 

 

P6170254

Einhversstaðar  las ég það að Ford F-Series pallbíllinn væri vinsælasti bíllinn í Bandaríkjunum. Þetta er hinsvegar Excursion, bíll sem er byggður á sömu eða svipaðri grind en með SUV laginu.  eða Þessi er að mig minnir eitthvað yfir 400hestöfl með V8 dísilvél, "46" breyttur og á klárlega skilið að kallast trukkur. Eins og sjá má er upplýsingaspjald framan við bílinn og oft reyni ég að leggja slíkar upplýsingar á minnið- einkum ef hugmyndin er að setja myndirnar hingað inn. En þarna, á sýningu Bílaklúbbs Akureyrar í Boganum 17.júní 2009, gaf ég mér engan tíma til þess- enda á ferðinni hálftíma fyrir lokun og aldeilis nóg annað að skoða.

 

 

P6170262 Ford Econoline, "46" breyttur. Slíkir bílar kallast uppá "amerískuna" ekki trucks heldur Vans eða sendibílar. Þessi er hins vegar klárlega algjör trukkur- en Econoline er ekki framleiddur sem torfærubíll í verksmiðjunum heldur sendibíll og er það sér íslenskt fyrirbæri að breyta þeim á þennan hátt. Einhverntíma hugkvæmdist einhverjum að Econoline væri hentugt að breyta í fjallatrukka, en þessir bílar eru á sterkri grind og auk þess mjög rúmgóðir. Þeir hafa gegn um síðustu 2-3 áratugina verið mjög vinsælir hjá björgunarsveitum og ferðaþjónustu, þegar flytja þarf fólk og búnað um fjöll og firnindi. Þá eru þeir til sem innrétta svona trukka sem húsbíla og eru þannig komnir með "fjallaskála á hjólum". Þessi mynd er einnig tekin í Boganum 17.júní 2009.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 20
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 245
  • Frá upphafi: 420988

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 181
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband