Hús dagsins: Hríseyjargata 6

Hríseyjargötu 6 reisti Jónas Jónasson árið 1931.P1150052 Er þetta eitt fjölmargra húsa sem Sveinbjörn Sveinbjörnsson, kenndur við Ofnasmiðjuna teiknaði, en segja má að teiknarar hússins séu tveir. Því Sveinbjörn gerði sínar teikningar árið 1926 og gerði þá ráð fyrir því að húsið yrði þrjár hæðir, en við endurskoðun á teikningunum sem Tryggvi Jónatansson gerði árið fimm árum seinna var húsið lækkað um eina hæð. Hvort um var að ræða fjárskort eða eitthvað allt annað- skal ósagt látið hér. En húsið er tvílyft steinsteypuhús með lágu risi en á bakhlið er stigabygging. Helsta útlitseinkenni hússins er köntuð útbygging eða kvistur með lauklaga hvolfþaki (kallað Karnap skv. Guðnýju Gerði og Hjörleifi Stefánssyni). Hana er að finna í teikningum Sveinbjarnar en þar er þessi útbygging á tveimur hæðum þ.e. nær frá miðhæð uppá þriðju. Tvær íbúðir eru í húsinu, hvor á sinni hæð. Þessi mynd er tekin sunnudagsmorguninn 15.janúar 2012.

Heimildir: Friðrik G. Olgeirsson, Halldór Reynisson og Magnús Guðmundsson. 1996. Byggingameistari í stein og stál; Saga Sveinbjarnar Jónssonar í Ofnasmiðjunni. Reykjavík: Fjölvi. 

Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436899

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 336
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband