Gagnsemi opinna svæða

Í flestöllum byggðalögum má finna óbyggð svæði eða græn svæði.  Stundum hafa þau verið ræktuð upp og byggðir upp litlir óformlegir skrúðgarðar en einnig getur verið um að ræða ónotuð svæði, stundum í órækt  eða þau ræktuð upp og slegin og hirt en annars látin afskiptalaus. Stundum eru þarna nokkrar trjáplöntur. Til eru þeir skipulags og byggingafrömuðir sem mega helst ekki sjá svona svæði í friði- þar verði sko umsvifalaust að byggja!  Þarna er þétting byggðar ákveðið lykilorð og er það vel skiljanlegt sjónarmið. En opin og óbyggð svæði eru svo sannarlega ekki alveg til ógagnsFyrir utan að oft notast þau sem leikvangur fyrir börn eða aðra sem gaman hafa að leik, boltaleiki og annað slíkt og skapa ákveðið "andrými" innan þéttbýlisins þá er eitt ótvírætt notagildi á svona svæðum að vetrarlagi. Þangað er nefnilega alveg upplagt að moka snjó af götum- sem annars yrði að geyma á gangstéttum eða bílastæðum Wink.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einnig eru til rannsóknir sem benda til þess að græn svæði í hverfum leiði til minni tíðni geðrænna kvilla í þessum hverfum.

Þannig að ef maður horfir á dæmið frá því sjónarhorni þá er samfélagslegur ágóði af því að hafa græn svæði, allt frá andlegri líðan og til þess að næsta nágrenni teppist ekki af snjó.

Arnór Kárason (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 21:12

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já mikið rétt, nafni. Græn svæði gera í raun ótrúlega mikið fyrir íbúa og þáttur þeirra í stemningu byggðalaga sennilega seint vanmetinn. Og hvað þéttingu byggðar varðar- þá verður borg eða bær tæplega of dreifbýl þó við og við séu bleðlar á stærð við fáeinar húsalóðir ónýttir. (Eða kannski réttara sagt NÝTTIR sem græn og óráðstöfuð svæði.)

Arnór Bliki Hallmundsson, 8.2.2012 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband