Eitt vinsælasta skíðasvæði á landinu er ofan Akureyrar, í Hlíðarfjalli og ná efstu brekkurnar uppí 1000m hæð. En höfuðstöðvar svæðisins eru í 500metra hæð um 7km frá Miðbænum. Helsta bygging svæðisins eru Skíðastaðir, sem sjást hér á myndinni. Er hann einlyft timburhús á háum steyptum kjallara með háu risi og tveimur burstum á göflum. Langur, flatur kvistur er á miðálmunni. En húsið er byggt árin 1955-57 á þessum stað-en er að stofni til miklu, miklu eldra og hefur ekki alltaf staðið þarna. Húsið var nefnilega reist upprunalega árið 1898 sem sjúkrahús Akureyringa og stóð þá á brekkubrúninni norðan Búðargils- á flata sem kallaðist Undirvöllur. Guðmundur Hannesson héraðslæknir hafði veg og vanda að þeirri byggingu. Þótti honum að þáverandi sjúkrahúsaðstaða í Aðalstræti væri engan vegin boðleg, enda þröng og starfsaðstæður slæmar - auk þess sem húsið var ekki reist sem sjúkrahús. Húsið var eitt það vandaðasta á Akureyri- og á landinu öllu. Var það búið vatnsleiðslu og vatnssalernum og miðstöðvarkyndingu, en slíkt varð ekki almennt í húsum fyrr en um 1920. Snorri Jónsson timburmeistari stjórnaði byggingu hússins- en danskur arkitekt L. Thuren teiknaði það en ekki er talið ólíklegt að Guðmundur hafi verið með í ráðum í hönnun hússins. Sjúkrahúsið var að mestu leyti svipað og Skíðastaðir (enda raunar um sama hús að ræða), nema hvað risið er hærra á Skíðastöðum og húsið stendur á hærri grunni. Skömmu eftir að Sjúkrahúsið var reist byggðu Guðmundur og Snorri einnig glæsilegt íbúðarhús en það stendur enn á sínum stað og er Spítalavegur 9. Sjúkrahúsið á Spítalavegi þjónaði Akureyringum og nærsveitarmönnum fram á miðja 20.öld en var orðið þröngt og hrörlegt 1953 þegar nýtt og stórglæsilegt Fjórðungssjúkrahús tók við hlutverki þess. Svo það varð úr að húsið var tekið niður en viðurinn nýttur í nýjan skíðaskála sem enn stendur. Húsið var fullgert 1957. Þá þegar var áratuga hefð fyrir skíðaiðkun í Hlíðarfjalli- og stóð annar eldri og mikið minni skáli, Útgarður, á svipuðum slóðum. Þá voru einnig til eldri Skíðastaðir en sá skáli var byggður um 1930 (rifin skömmu fyrir 1980) og stóð á Súlumýrum, rétt ofan við Fálkafell. En þetta hús hefur alla tíð verið skíðahótel, þ.e. gistiaðstaða fyrir hópa sem koma á skíði og eru gistirými á efri hæð en veitingasala og afgreiðsla á neðri hæð ásamt geymslurýmum. Skíðastaðir á sér langa og mikla sögu, bæði sem vinsælt skíðahótel og fyrrum sjúkrahús; þarna eru t.d. margir Akureyringar fæddir! Húsinu er vel viðhaldið og í góðu ástandi en trúlega mæðir mikið á húsinu að utan, því hvassviðrin þarna geta verið all rosaleg í 500 metra hæð og opið fyrir Glerárstrengnum svokallaða. Þessi mynd er tekin fyrr í dag, 15.mars 2012.
Heimildir: Hjörleifur Stefánsson, Kjell H. Halvorsen og Magnús Skúlason. 2003. Af norskum rótum; gömul timburhús á Íslandi. Reykjavík: Mál og menning.
Steindór Steindórsson. 1993. Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 27
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 498
- Frá upphafi: 436853
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 321
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.