Á göngu um Glerárgil.

Síðastliðin laugardag, 9.júní, brá ég mér í gönguferð á vegum Ferðafélags Akureyrar um Glerárgilið- eins og það leggur sig- þ.e. Efra og Neðra Gilið. Lagt var af stað frá gömlu Öskuhaugunum og gengið niður með ánni. Gilið er í raun náttúruperla rétt við byggðina og raunar er neðri hluti gilsins í byggðinni. Ég hef gengið um Neðra Gilið mörg hundruð sinnum liggur mér við að segja (meira að segja skrifað um það pistil) en ég hafði satt best að segja aldrei kíkt niður í Efra Gilið. Það er mikið hrikalegra allt að 100m þar sem það er dýpst- en hér eru nokkrar myndir úr göngunni sem ég hyggst að mestu láta tala sínu máli.

 Svipmyndir úr Glerárgili 9.6. 2012

P6090032P6090033

Þessi brú er sú efsta á Gleránni, stendur í um 250m hæð rétt framan við gömlu Öskuhaugana. Á myndinni t.h. má sjá Súlutind í baksýn. Þarna má segja að Gilið byrji en það heldur áfram um 5km leið allt niður að Gleráreyrum. Brýrnar yfir Glerá eru þó nokkuð margar en ég hef gert þeim skil hér http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/962275/

(Þess má reyndar geta að það sem kemur fram í pistlinum um brú fremst á Glerárdal er ekki rétt, hún hefur gefið sig vegna snjóalaga)

P6090035

Þjóðarjurtin, Holtasóley (Dryas octopelata). Þessi er ofarlega í Gilinu en plantan vex víða á Glerárdalssvæðinu.

P6090044  P6090045

Til vinstri: Horft yfir Glerárgil frá Laugarhóli. Hóllinn þurfti reyndar að víkja að mestu vegna heitavatnsboranaframkvæmda um 1970-80.  Enn jarðhiti hafði verið virkjaður löngu áður í hólnum þar sem leitt var heitt vatn niður í Sundlaug Akureyrar um 1930 eftir pípu sem enn stendur að miklu leyti þó ekki sé hún í notkun. Hún sést einmitt á myndinni hægra megin.

P6090046Hér má sjá þar sem Glerárgilið er einna dýpst- þetta er neðan við Laugarhól en af hólnum og niður að ánni eru 100m, ég þurfti að snúa myndavélinni lóðrétt (tek ævinlega allar mínar myndir lárétt) til að ná öllum klettaveggnum en hamrastálið er um 80m hátt- svipað og Hallgrímskirkja og Turninn í Smáralind.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 422
  • Frá upphafi: 440779

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 201
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband