Sumarsólstöður á Oddeyri

Ég hef komið mér upp þeim vana að fara út í göngutúr um miðnætti á Sumarsólstöðum- og helst með myndavélina meðferðis. Þessar myndir tók ég á tólfta tímanum sl. miðvikudag 20.júní- sem voru einmitt Sumarsólstöður. Ætla að láta myndirnar að mestu tala sínu máli.

P6200056  P6200059

Tvær valinkunnar götur á Eyrinni, á vinstri myndinni er horft suður Norðurgötuna en á þeirri hægri er horft frá Norðurgötu og inn (austur) Eiðsvallagötuna.

P6200060 P6200061

T.v. Horft frá gatnamótum Eiðsvallagötu og Norðurgötu, á sama stað og myndin efst til hægri er tekin nema í stað þess að horfa austur Eiðsvallagötu er horft norður Norðurgötu. Þarna sést leikvallarhús á Eiðsvelli og Norðurgata 31 (byggt 1931) http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1172403/. Og t.h. er það Súlutindurinn, eða Ytri Súla en sú Syðri gægist fram vinstra megin við hana ásamt Bónda fjær. Það er enn dálítill snjór í Súlunni en á hlýjum sumrum tekur snjó nánast alveg upp í fjallinu- seint í ágúst eða byrjun september. Húsin fremst á myndinni eru Lundargata 2 (byggt 1879, ljósgrænt) http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/906027/  og Strandgata 21 (byggt 1886, hvítt með gráum þakkanti). http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1027952/?t=1268062408

P6200062  P6200063

Ég segi stundum að Strandgatan sé einn besti útsýnisstaður Akureyrar- þrátt fyrir að liggja við sjávarmál. En þar er frábært útsýni fram Eyjafjörð- sem skartar sínu fegursta á sumarkvöldum. Þarna má sjá frá vinstri Kaupangssveitarfjall, Staðarbyggðarfjall og Tungnafjall rauðbleik í kvöldsólinni. Og í flæðarmálinu voru þessar ágætu endur að búa sig til miðnætursunds.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 425
  • Frá upphafi: 440782

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 203
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband