Hús dagsins: Lundargata 2

p2100007.jpgLundargata 2 er eftir því sem ég kemst næst, þriðja elsta hús á Oddeyri. Það er reist árið 1879 og aðeins Strandgata 27 ( 1876) og Strandgata 49 (1874) eru eldri. ( Rétt er þó að taka fram að byggingarár elstu húsa á Oddeyri eru nokkuð á reiki enda algengt að byggingarleyfi væru veitt eftir að hús voru byggð! ) Húsið reisti Jósep Jóhannesson en hann seldi það fljótlega norskum athafnamanni, Oules Hausken og var þetta hús lengi kallað Háskenshús. Þetta mun vera fyrsta skólahús á Oddeyri en þarna var haldin barnakennsla árin um og upp úr 1900. Fyrstu 23 árin stóð þetta hús um 30 metrum sunnar og sneri A-V. Húsið var nefnilega reist á lóðinni Strandgötu 23 en var flutt 1902 á núverandi stað. Geta má nærri hvílík framkvæmd það hefur verið að flytja hús fyrir 107 árum síðan þegar aðeins var notast og handafl og hestafl ( í orðsins fyllstu merkingu ). Helsta einkenni þessa hús er mikill turn á framhlið og hefur þetta hús líklega verið mjög áberandi þegar það stóð við Strandgötu, enda þá aðeins örfá hús við götuna og flest lágreistari en þetta.  Þessi mynd er tekin í febrúar 2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 291
  • Frá upphafi: 420166

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 205
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband