Hús dagsins (nr.158): Faktorshúsið

Fjögur elstu hús Ísafjarðar standa í þyrpingu framarlega á eyrinni í hinum forna Neðstakaupstað, húsið hér á myndinni er það næst elsta. En hér er um að ræða Faktorshúsið. P7120102Árið 1764 var tekin sú ákvörðun að Íslandskaupmenn hefðu vetursetu á Vestfjörðum- en þarna var einokunarverslunin enn við lýði og fram að því var að öllu jöfnu aðeins  verslað yfir  sumartíman.  Ári síðar, 1765 var þetta hús reist sem íbúðarhús fyrir kaupmennina, sem m.a. versluðu í Krambúðinni. Þarna hafa verslunarstjórarnir væntanlega búið sbr. heiti hússins en þeir kölluðust Faktorar, uppá dönskuna. !  Húsið kom tilsniðið að utan ásamt nokkrum öðrum íbúðarhúsum fyrir verslunarmenn- m.a. stendur annað slíkt hús á Eyrarbakka. Faktorshúsið er einlyft með háu risi og er af svokallaðri bolhúsagerð. Oftar en ekki bjuggu sumarkaupmennirnir í óvönduðum húsum en þetta var heilsárshús átti að halda veðri, vatni og vindum, varanlegur bústaður. Og varanlegt var það- stendur enn eftir 247 ár og í frábæru standi. Bolhús eru hins  plankahús, hlaðin inní grind úr plönkum sem skeyttir eru saman í nót á lóðréttum stoðum við horn og við op í veggjum. Húsinu var breytt talsvert bæði að utan sem innan á miðri 19. öld og fékk þá það lag sem það hefur nú. Fyrsta símalínan á Íslandi var lögð árið 1889 milli Faktorshússins og verslunarhúss Ásgeirs Ásgeirssonar. Sennilega hefur Ásgeir verið búsettur í Faktorshúsinu og lagt símalínuna úr versluninni og heim til sín. Ásgeirsverslun var á þeim tíma eitt stærsta verlsunarfélagið á landinu og átti mörg útibú. Kastalinn veglegi á Arngerðareyri við Ísafjarðardjúp var reistur fyrir útibússtjóra Ásgeirsverslunar. En Faktorshúsið var allt tekið til endurbóta 1977 og haldið var í þau einkenni sem það fékk á 19.öld. Timburklæðning, svokölluð listasúð er á húsinu bæði á veggjum og þaki og er húsið kolsvart eins og flest timburhús á svipuðum aldri sem voru tjörguð í upphafi. Margskiptir póstar eru í gluggum. Húsið er einbýlishús og er sennilega með allra elstu húsum á landinu sem enn er búið í. Mynd frá 12.júlí sl. 

Heimildir:

Byggðasafn Vestfjarða (án árs). Heimasíða. Slóðin: http://www.nedsti.is/

Hjörleifur Stefánsson, Kjell H. Halvorsen, Magnús Skúlason (2003). Af norskum rótum- gömul timburhús á Íslandi. Reykjavík: Mál og Menning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þessi hús eru alveg frábærlega flott. Ég vissi ekki að búið væri enn í þeim. Ætli fólk sé ekki alltaf bankandi upp á til að fá að skoða húsin ?

Ragnheiður , 8.8.2012 kl. 12:26

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Ja það munaði allavega litlu að ég hefði vaðið inn í Faktorshúsið . Það var ekki fyrr en eftir að ég hafði skoðað (og myndað) húsin í Neðstakaupstað að ég fór inní Sjóminjasafnið í Turnhúsinu og þar fékk ég að vita hjá safnverði að það væri búið í Faktorshúsinu og Krambúðinni! En ég get rétt ímyndað mér að íbúar þessara húsa verði varir við Byggðasafnið og gesti þess.

Arnór Bliki Hallmundsson, 8.8.2012 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 386
  • Frá upphafi: 440819

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 188
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband