Hús dagsins (nr. 166): Smiðjugata 2

Smiðjugata er stutt og þröng gata neðarlega á eyrinni sem gamli bærinn á Ísafirði stendur á. P7120108Hún er næst ofan Tangagötu og gengur milli Skipagötu og Silfurgötu og sker á leiðinni Þvergötu. Hún er talsvert styttri en Tangagata og Sundstræti. En neðst við götuna stendur húsið sem hér sést til hliðar en það er Smiðjugata 2.  Húsið reisti Jens Kristján Arngrímsson járnsmiður árið 1853. Húsið er lítið breytt frá fyrstu gerð a.m.k. að utan en húsið er einlyft timburhús með háu risi á lágum kjallara. Jens Kristján eða Kristján eins og hann var jafnan kallaður  bjó í húsinu ásamt fjölskyldu sinni og hafði þar einnig járnsmiðju. Líklega hefur húsið verið fyrsta húsið við götuna eða allavega gatan verið nafnlaus því nafnið Smiðjugata er dregið af járnsmiðju Kristjáns. Jens Kristján var einn fjögurra helstu hvatamanna Ísafjarðarbúa við að aðskilnað frá Eyrarhreppi. Þetta var um svipað leyti og Akureyri fékk kaupstaðarréttindi eða 1862. Hinir þrír voru Hinrik Sigurðsson, Hjálmar Jónsson og Lárus Snorrason og voru þeir ásamt Kristjáni fyrsta bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, en þeir töldust þó ekki löglega kjörnir en lögleg bæjarstjórn var kosin 1866 þegar bærinn fékk kaupstaðarréttindi. En Jens Kristján var kjörinn bæjarstjóri í þessari bráðabirgða bæjarstjórn- og telst því fyrsti bæjarstjóri Ísafjarðar. Margir hafa búið í þessu húsi frá því á dögum Jens Kristjáns járnsmiðs og bæjarstjóra en hann lést 1898. Jens Kristján eignaðist 10 börn með fjórum konum, en aðeins fimm þeirra lifðu fram á fullorðinsár. Afkomendur Kristjáns eru þó orðnir mjög margir og er ég einn þeirra. Sonur hans, Ásgrímur Kristjánsson var fæddur 1.október 1877, sennilega í þessu húsi, en hann var langalangafi minn.  Húsið er í mjög góðri hirðu og lýtur stórglæsilega út sem og allt umhverfi þess. Myndin er tekin 12.júlí 2012.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er kannski ekki alveg hlutlaus en þetta finnst mér eitt fallegasta húsið á Ísafirði!

Bestu kveðjur frá Brávöllum

margrét harðardóttir (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 12:58

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já er þá af nógu að taka, því þau eru stórglæsileg mörg þessi gömlu á Ísafirði. En jú, okkur er málið vissulega skylt- og ætla ég því að láta kyrrt liggja að taka afstöðu .

Arnór Bliki Hallmundsson, 19.9.2012 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 250
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 181
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband