11.11.2012 | 14:56
Hús dagsins (nr.171): Grund í Eyjafirði
Í þessari færslu bregðum við okkur "frameftir" eins og það er kallað eða fram að Grund. En þetta forna höfuðból og kirkjustaður stendur rétt innan við 20km framan Akureyrar. Fram fjörðinn þýðir suður Eyjafjörðinn en norður fjörðinn er kallað úteftir. Sjálfur yfirfæri ég það miskunnarlaust á alla firði að þegar farið er frá mynni að botni kallist það að fara fram! En hér sjást tvennar miklar byggingar á Grund sem athafnamðurinn Magnús Sigurðsson, jafnan kenndur við bæinn, reisti sitt hvoru megin við aldamótin 1900.
Hægra megin er eldra íbúðarhúsið, sem nú kallast Grund II. Það er byggt 1890 og er tvílyft timburhús á lágum kjallara með háu risi. Það er allt bárujárnsklætt með þverpóstum en var upprunalega timburklætt með sexrúðugluggum. Að öðru leyti er húsið lítið breytt frá upphafi a.m.k. að utan en sennilega hafa einhverjar breytingar verið gerðar á herbergjaskipan á þessum 122 árum. Húsið er nokkuð örugglega einbýlishús en vel gæti hugsast að það skiptist í fleiri íbúðir.
Vinstra megin er kirkjan sem Magnús reisti árin 1904-05 á eigin kostnað. Hún var þá ein stærsta og mesta kirkjan í Eyjafirði mun skrautlegri en almennt tíðkaðist með sveitakirkjur sem oft voru lágreistar og aðeins með krossi, mesta lagi litlum turni. Kirkjan er augljóslega byggð undir áhrifum frá dómkirkjum erlendra stórborga og útskornin skraut í anda Sveitser byggingarlagsins norska, sem þá tíðkaðist mikið í stórum einbýlishúsum efnamanna. Önnur sérstaða kirkjunnar er sú að hún snýr norður-suður (eða fram og út m.v. fjörðinn) og mun það einsdæmi hér á landi þar sem kirkjur voru almennt byggðar þannig að þær snúi austur- vestur. Þessi mynd er tekin sl. vor þann 20.maí 2012.
Magnús á Grund var mikill athafnamaður og frumkvöðull, en auk þess að reisa þessa miklu kirkju einn og sjálfur flutti hann inn árið 1907 einn fyrsta bílinn sem notaður var að ráði, Grundarbílinn. Saga hans, sem er í sjálfu sér efni í heila færslu, er í stuttu máli að þetta var stóreflis sendibíll af gerðinni N.A.G. frá Þýskalandi. Hann var tæp 4 tonn- tómur- hafði burðargetu uppá 1,5 tonn, á gegnheilum dekkjum og innan við 10 hestöfl. Oft gekk vægast sagt illa að koma honum þessa leið milli Akureyrar og Grundar, sérstaklega ef blautt var enda var aðeins um hestatroðninga að ræða. Ferðirnar gátu tekið þrjár klukkustundir, meðalhraðin þ.a.l. um 7km/klst eða góður gönguhraði. Magnús ákvað að hætta nota bílinn árið 1909 eftir tveggja ára notkun enda reyndist í raun meira mál að notast við hann en hestvagna. Þremur árum síðar var tryllitækið selt úr landi og mörg ár liðu þar til bílar fóru að aka um sveitir Eyjafjarðar svo orð væri á gerandi.
Heimildir: Örn Sigurðsson og Ingibergur Bjarnason. 2003. Íslenska bílaöldin. Reykjavík: Mál og menning.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 422
- Frá upphafi: 440779
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 201
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.