Hús dagsins (nr.171): Grund í Eyjafirði

Í þessari færslu bregðum við okkur "frameftir" eins og það er kallað eða fram að Grund. En þetta forna höfuðból og kirkjustaður stendur rétt innan við 20km framan Akureyrar.  P5200026Fram fjörðinn þýðir suður Eyjafjörðinn en norður fjörðinn er kallað úteftir. Sjálfur yfirfæri ég það miskunnarlaust á alla firði að þegar farið er frá mynni að botni kallist það að fara fram! En hér sjást tvennar miklar byggingar á Grund sem athafnamðurinn Magnús Sigurðsson, jafnan kenndur við bæinn, reisti sitt hvoru megin við aldamótin 1900.

Hægra megin er eldra íbúðarhúsið, sem nú kallast Grund II. Það er byggt 1890 og er tvílyft timburhús á lágum kjallara með háu risi. Það er allt bárujárnsklætt með þverpóstum en var upprunalega timburklætt með sexrúðugluggum. Að öðru leyti er húsið lítið breytt frá upphafi a.m.k. að utan en sennilega hafa einhverjar breytingar verið gerðar á herbergjaskipan á þessum 122 árum. Húsið er nokkuð örugglega einbýlishús en vel gæti hugsast að það skiptist í fleiri íbúðir.  

Vinstra megin er kirkjan sem Magnús reisti árin 1904-05 á eigin kostnað. Hún var þá ein stærsta og mesta kirkjan í Eyjafirði mun skrautlegri en almennt tíðkaðist með sveitakirkjur sem oft voru lágreistar og aðeins með krossi, mesta lagi litlum turni. Kirkjan er augljóslega byggð undir áhrifum frá dómkirkjum erlendra stórborga og útskornin skraut í anda Sveitser byggingarlagsins norska, sem þá tíðkaðist mikið í stórum einbýlishúsum efnamanna. Önnur sérstaða kirkjunnar er sú að hún snýr norður-suður (eða fram og út m.v. fjörðinn) og mun það einsdæmi hér á landi þar sem kirkjur voru almennt byggðar þannig að þær snúi austur- vestur. Þessi mynd er tekin sl. vor þann 20.maí 2012.

Magnús á Grund var mikill athafnamaður og frumkvöðull, en auk þess að reisa þessa miklu kirkju einn og sjálfur flutti hann inn árið 1907 einn fyrsta bílinn sem notaður var að ráði, Grundarbílinn. Saga hans, sem er í sjálfu sér efni í heila færslu, er í stuttu máli að þetta var stóreflis sendibíll af gerðinni N.A.G. frá Þýskalandi. Hann var tæp 4 tonn- tómur- hafði burðargetu uppá 1,5 tonn, á gegnheilum dekkjum og innan við 10 hestöfl. Oft gekk vægast sagt illa að koma honum þessa leið milli Akureyrar og Grundar, sérstaklega ef blautt var enda var aðeins um hestatroðninga að ræða. Ferðirnar gátu tekið þrjár klukkustundir, meðalhraðin þ.a.l. um 7km/klst eða góður gönguhraði. Magnús ákvað að hætta nota bílinn árið 1909 eftir tveggja ára notkun enda reyndist í raun meira mál að notast við hann en hestvagna.  Þremur árum síðar var tryllitækið  selt úr landi og mörg ár liðu þar til bílar fóru að aka um sveitir Eyjafjarðar svo orð væri á gerandi.

Heimildir: Örn Sigurðsson og Ingibergur Bjarnason. 2003. Íslenska bílaöldin. Reykjavík: Mál og menning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 422
  • Frá upphafi: 440779

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 201
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband