200 "Hús dagsins". Og hvað svo?

Húsapistlarnir eru nú komnir vel á annað hundrað og enn eru nokkur hús sem mér finnst mér þurfa að koma að. Það gæti vel farið svo að loks þegar ég ákveð að láta staðar numið í þessu verði pistlarnir orðnir um 200. En hvað svo. Sjálfsagt mun maður halda áfram með pistla á síðuna en eitthvað yrði líklega að verða um þessar umfjallanir- annað en að "daga uppi" hér á síðunni. Ég hef svosem heyrt það frá utanaðkomandi að þessi skrif mín séu hálfgerð "menningarverðmæti" og muni auka gildi sitt þegar fram líða stundir t.d. ef ske kynni að eitthvert "Hús dagsins" væri rifið. En það sem ég gæti séð fyrir mér gerast með þetta efni væri að setja þetta upp sem einhverskonar gagnagrunn, þar sem velja mætti hús og þessir pistlar birtast. Því þetta form sem er á moggablogginu gerir auðvitað það að verkum að grúska þarf mikið um síðuna til að finna ákveðið hús og ekki bætir úr að röðin er tilviljanakennd. En síða með "gagnagrunnsforminu" myndi hafa þetta flokkað eftir t.d. bæjum, bæjarhverfum eða eftir götum. Ef af þessu yrði þá væri það einnig spurning hvort að pistlarnir yrðu uppfærðir reglulega eða þeir stæðu óbreyttir frá því þeir væru skrifaðir- og þá fylgdi dagsetning með. En þess má geta að í sumum tilvikum eru upplýsingar sem koma fram í pistlunum mínum orðnar þannig séð "úreltar" þar sem elstu pistlarnir eru orðnir rúmlega 3 ára. Og elstu myndirnar hér eru rúmlega 7 ára en sjaldan hafa húsin breyst mikið frá því myndirnar voru teknar, mesta lagi skipt um lit. Svo hef ég nú verið hvattur til að koma þessu efni í bók. Það er vissulega einn möguleiki, en þá yrði það aftur spurning hvort maður uppfærði pistlana eða setti þá einfaldlega beint í bók eins og þeir koma fyrir á síðunni. Sú bók myndi frekar flokkast sem ljósmyndabók frekar en fræðirit en auðvitað er þessi síða fyrst og fremst orðin til í kringum myndirnar af húsunum- textinn fróðleikur sem maður hefur viðað að sér af áhugamennsku gegn um árin og uppfyllir ekki kröfur um að teljast fræðitexti. Auk þess sem ég hef svosem enga sérfræðimenntun á þessu sviði. En hvað sem verður þá mun maður örugglega gera eitthvað meira með þetta efni þegar þar að kemur, hvort sem það verður bók eða öðruvísi skipulögð síða eða hvað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 62
  • Sl. sólarhring: 102
  • Sl. viku: 358
  • Frá upphafi: 420379

Annað

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 261
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband