Fyrir og eftir: Hótel Akureyri, Hafnarstræti 98

Nú hef ég birt myndir og stutta pistla um gömul, skrautleg og áhugaverð hús í rúm 3 ár. Flest eru þessi hús svipuð í dag og hafa lítið breyst síðustu ár en á því eru þó undantekningar. Sumar myndirnar eru teknar þegar hús eru í miðri endurgerð, eða áður en endurgerð hófst. Hótel Akureyri kallast 89 ára timburhús í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið við Hafnarstræti 98. Þegar ég fjallaði um það á sínum tíma (ágúst 2009) beið það endurbóta en hér eru myndir af húsinu teknar fyrir 5 árum síðan, 31.ágúst 2007.  Þann dag gat það þess vegna verið dagaspursmál hvenær húsið yrði rifið og vildi ég endilega eiga myndir af þessu horfna húsi.

P8310042  P8310037

 En húsið var svo "skyndifriðað" daginn eftir og skömmu seinna var það keypt til endurbyggingar. Húsið stóð reyndar autt í talsverðan tíma áður en það endurbætur hófust, en sumarið 2010 var það allt málað snjóhvítt og verslunargluggar á neðstu hæð skreyttir gömlum ljósmyndum. En sl. vor lauk endurbótum á húsinu og nú er starfandi í húsinu gistiheimili og minjagripaverslunin Geysir. Og á þessum tveim myndum má sjá Hótel Akureyri þá hlið sem snýr að göngugötunni, 31.ágúst 2007 annars vegar og 30.júní 2012 hinsvegar og þar sést greinilega hversu glæsilega tókst til við endurgerð hússins.

P8310027  P6300039


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 588
  • Frá upphafi: 420790

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 470
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband