Hús dagsins: Nokkur hús í austanverðu Glerárþorpi

Í gær var ég á ferðinni um Glerárhverfi, nánar tiltekið Holtahverfi en það er elsti hluti þéttbýlis í Glerárþorpi. Holtahverfi liggur austan Hörgárbrautar en Hlíðahverfið er vestan megin. Hér eru nokkur gömul býli sem standa þar og tek ég þau í þeirri röð sem ég gekk og myndaði þau:

Við Þverholt 4 stendur Holtakot. PB240050Húsið er byggt 1930 og er það einlyft, timburklætt steinsteypuhús með háu risi. Húsið er í góðri hirðu og hefur einhverntíma verið tekið í gegn frá grunni. Í bókinni Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs  e. Steindór Steindórsson (bl.s 91-92) eru gefin upp upprunaleg byggingarár býlanna í Glerárþorpi og þar kemur fram að upprunalega var byggt á Holtakoti 1912.  Gegnt húsinu er síðan leikskólinn Holtakot.

Á horni Þverholts og Krossanesbrautar stendur Brautarhóll. PB240051Er þetta einlyft steinhús með lágu risi, byggt 1928 og hefur sama húsið staðið þar frá upphafi. Aftan úr húsinu er einlyft bakbygging sem ég gæti ímyndað mér að sé seinni tíma viðbót. Húsinu er afar vel við haldið og lítur vel út, sem og stór og gróin lóð við húsið.

Litlu ofan Brautarhóls gegnt Krossanesbrautinni stendur Sæberg, einlyft steinsteypuhús með lágu söðulþaki, byggt 1954. Það er með síðustu húsum Glerárþorps sem byggt var í Glæsibæjarhreppi- því 1.janúar 1955 sameinaðist Glerárþorp Akureyri.

Bárufell er einlyft timburhús með háu risi á kjallara, byggt 1934. Það stendur dágóðan spöl frá Krossanesbraut á hárri brekkubrún litlu norðan og ofan við Sandgerðisbót.

Alveg við Krossanesbraut stendur Jötunfell, einlyft steinsteypuhús með lágu risi. Það er líkt og Sæberg byggt 1954 og er þarna um að ræða upprunaleg hús í báðum tilfellum og einnig á Bárufelli. Eins og kom fram fyrr í færslunni eru myndirnar teknar í gær, 24.11.2012.

PB240052  PB240053

PB240054

Heimildir:  Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs Reykjavík: Örn og Örlygur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband