Hús dagsins: Eiðsvallagata 7 og Ránargata 2.

Áratugum saman var byggðin á Oddeyrinni að miklu leyti bundin við syðsta hlutan sem afmarkast af Strandgötu í suðri og Eiðsvallagötu í norðri þar sem eru þvergöturnar Lundargata, Norðurgata, Grundargata, Hríseyjargata og Hjalteyrargata. Eiðsvallagatan miðast við húsið Gamla Lund (hús sem var byggt 1858 en rifið um 1982 og nýtt hús reist á grunni þess) og Eiðsvöll. PB110040Sú gata tók að byggjast laust fyrir 1930 og það ár var parhúsið Eiðsvallagata 7 reist. Húsið er tvílyft steinsteypuhús með háu risi. Höfundur hússins er óþekktur en það reistu Guðbjartur Friðriksson (eystri hluta) og Ólafur Bjargmann (vestari hluti) og bjuggu þeir þar ásamt fjölskyldum sínum- og hélst eystri hlutinn í eigu sömu fjölskyldu í yfir 7 áratugi. Frá upphafi hafa tvær íbúðir á tveimur hæðum og risi verið í sitt hvorum enda. Á göflum er kantskraut undir áhrifum frá Jugend-stíl og tveir litlir kvistir á framhlið. Báðir hlutar hússins hafa fengið gott viðhald frá upphafi og góða yfirhalningu á liðnum áratug, enda er húsið í frábæru standi og stórglæsilegt að sjá.

Skammt ofan Eiðsvallagötu 7 gengur Ránargatan til norðurs.PB110039 Hún byggðist að mestu árin 1930-55 og 1931 var eitt elsta húsið við götuna, Ránargata 2 reist. Hér er um að ræða ekki ósvipað hús og Eiðsvallagata 7, tvílyft parhús byggt úr r-steini, með háu risi. Það er frá upphafi skipt í tvo eignarhluta og voru það bræðurnir Óskar og Magnús Gíslason sem reistu húsið eftir teikningum Sveinbjarnar Jónssonar- en ef hægt er að tala um "stórt nafn" í húsateikningum og húsbyggingum á Akureyri á þessum árum þá á það sannarlega við um Sveinbjörn. Húsið var upprunalega parhús en íbúðir hafa þó verið fleiri í húsinu. Einhvern tíma skyldist mér að húsið hafi verið hálfgert fjölbýli eftir miðja síðustu öld. Húsið er í góðu standi og lítur vel út. Í því eru að ég held tvær íbúðir, ein í hvorum enda. Í nyrðri enda eru upprunalegir gluggar en í syðri enda hafa einhvern tíma verið settir þverpóstar. Myndirnar með þessari færslu voru teknar á þeirri skemmtilegu dagsetningu 11.11.´12.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 291
  • Frá upphafi: 420166

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 205
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband