Hús dagsins: Brekkugata 1

Fáar húsamyndir sem birst hafa hér á síðunni eru teknar í desember. PC080083Örlítið fleiri hafa birst teknar í mánuðunum sitt hvoru megin við, nóvember og janúar. Það kann að vera ákveðin synd- því líklegast er að hitta á húsin í sinni skrautlegustu mynd í kringum jólin en fyrir þessu er mjög einföld ástæða. Húsamyndirnar þurfa helst að vera í björtu, myndavélin mín virkar auk þess illa í myrkri. Og í desember er birtan minnst. En fyrr í dag fór ég í myndatúr og mun afraksturinn birtast hér næstu vikurnar. Og leiðin mín lá m.a. um Brekkugötu.

Elsta og neðsta húsið við Brekkugötu er Brekkugata 1. Það hús reisti Jósep Jóhannesson árið 1901. Var það í upphafi einlyft timburhús á háum kjallara með portbyggðu risi og miðjukvisti á framhlið.  Ekki veit ég hvort miðjukvisturinn var á frá upphafi en hann var allavega kominn á um 1920. Næsta hús, Brekkugata 1a var reist úr steinsteypu áfast þessu húsi árið 1923, en það hús tek ég fyrir í næsta kafla. Um svipað leyti mun húsið hafa verið klætt steinblikki en einhvern tíma, sennilega sitt hvoru megin við 1950 voru gerðar gagngerar breytingar á þessu húsi. Var þá risinu lyft alveg og byggð önnur hæðin þ.a. nú er húsið tvílyft með hallandi aflíðandi þaki; skúrþaki og sennilega hefur húsið verið forskalað um svipað leyti. En miðgluggarnir á efstu hæð eru semsagt fyrrverandi kvistgluggar og á gafli má sjá tvo litla glugga sitt hvoru megin við stærri glugga. Það eru gluggar sem áður voru undir súð en látnir halda sér. Ég segi hér framar að húsið sé tvílyft. Sjálfsagt má telja álitamál hvort húsið er tvær eða þrjár hæðir. Sjálfum er mér ævinlega tamt að tala um steypta grunna timburhúsa sem kjallara en "kjallarinn" á þessu húsi er vissulega ekki niðurgrafinn- sem skilur í hugum margra á milli kjallara og fyrstu hæða. Nú er húsið íbúðar- og verslunarhús, skóbúð hefur verið á jarðhæðinni undanfarin ár en þarna var lengi vel kjörbúð KEA (ein af fjölmörgum) og ýmis starfsemi hefur verið  þar þessi 111ár sem húsið hefur staðið. Íbúðir eru á efri hæðum, að ég held ein á hvorri hæð. Húsið lítur vel út og er í góðu standi og sómir sér vel þarna vestan megin Ráðhústorgs. Myndina tók ég fyrr í dag 8.des.

PS. Ef einhver veit eða man eftir hvenær húsinu var breytt má endilega senda mér línu, annaðhvort hér á athugasemdakerfi eða gestabók. Það sama gildir um alla pistla hér á síðunni, það má alltaf bæta einhverjum fróðleik við Smile.

Þetta hús stendur örlítið ofar við götuna, en þetta er Brekkugata 5. Í upphafi var Brekkugata 1 mjög svipuð þessu húsi að gerð. Þessi mynd er ein fárra desembermyndanna minna, tekin 21.des. 2010.

Brekkugötu 5 tók ég fyrir hér á síðunni sumarið 2010: http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1072291/pc210027.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband