Hús dagsins: Gamli Húsmæðraskólinn við Þórunnarstræti 99

Á móti Íþróttahöllinni og skáhallt ofan Sundlaugar Akureyrar standa tvær virðulegar stórar og virðulegar  byggingar á fimmtugs- og sjötugsaldri sem báðar eiga það sameiginlegt að hafa hýst menntastofnanir um áratugaskeið. PC080073Sú nyrðri og yngri er Gamli Iðnskólinn frá 1969 sem seinna hýsti Háskólann á Akureyri- kennaradeild allt til 2010 en hefur nú verið stækkaður verulega og er nú stórglæsilegt Iceland Air Hotel. Skammt sunnan hótelsins er talsvert eldri fyrrum skólabygging en það er Gamli Húsmæðraskólinn en hann var reistur 1945. Húsið er tvílyft steinsteypuhús, skeljasandsklætt (þetta er kallað skeljasandur en er í raun grjót- og kvarsmulningsmúr)  með lágu söðulþaki á tiltölulega háum kjallara. Hönnuður hússins var Guðjón Samúelsson, þáverandi Húsameistari Ríkisins og er húsið eitt af fjölmörgum stórvirkjum hans. Húsið var og er sérlega rúmgott, hátt til lofts og vítt til veggja og óvíða hefur aðstaða húsmæðraskóla verið betri en hér þegar húsið var tekið í notkun. Stór og rúmgóð kennslueldhús eru á 1.hæð og einnig eru eldhús í kjallara og kennslustofur á efri hæð eru stórar og bjartar, enda gluggar stórir. Mikið geymslurými er einnig í kjallara. Húsið mun að mjög litlu leyti breytt frá upphaflegri gerð og það er til marks um hversu vel það var hannað frá upphafi að húsið var notað til kennslu h.u.b. óslitið allt til ársins 2003, en Verkmenntaskólinn hafði húsið til umráða fram á því og hér  voru listnáms og matvælabrautir til húsa. Frá því Verkmenntaskólinn fluttist voru ýmsar ríkisstofnanir m.a. starfstöð Fornleifaverndar hér til húsa og nú síðast Akureyrarakademían. Nú er húsið hinsvegar komið í eigu Akureyrarbæjar  (var seldur í ársbyrjun http://www.ruv.is/frett/husmaedraskoli-til-solu ) En ætlunin er að opna í húsinu skammtímavistun fyrir fatlaða. (Sjá hér http://www.akureyrivikublad.is/akvbl/frettir/2012/06/11/gott-fyrir-fatlada/) Ekki eru menn þó á eitt sáttir með þær fyrirætlanir og telja þá helst að þær framkvæmdir krefjist of mikilla breytinga á þessu  glæsilega stórvirki Guðjóns Samúelssonar. En sitt sýnist hverjum, en víst er að húsið er vel búið fyrir margs konar starfsemi en er að mörgu leyti komið á viðhald og vantar eflaust töluvert upp á að uppfylla nútíma byggingarreglugerðir.

 Sjálfur hef ég átt dálitla viðkomu í þessu húsi þegar ég vann á Tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti en fram að sumrinu 2006 höfðu tjaldsvæðin geymsluaðstöðu og aðganga að eldhúsi í kjallaranum. Fyrsta verkið manns á morgunvöktum var að fara þarna inn og hella uppá kaffi og opna og koma svæðinu "í gang" meðan kaffið var að leka niður. Þegar kvölda tók, sérstaklega í ágúst þegar dimmt var orðið, var það ekki fyrir myrkfælna að fara þarna einir en mikill hljómburður var í kjallaranum og þegar hljótt var heyrðust lágir dynkir í kjallaranum. Annaðhvort voru það gamlar lagnirnar - ja eða eitthvað allt annað Smile. En þessi mynd er tekin sl. laugardag 8.des. 2012.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 485
  • Frá upphafi: 436840

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 311
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband