Hús dagsins: Brekkugata 3

Í síðustu færslu brugðum við okkur uppá Brekku að Gamla Húsmæðraskólanum eftir að hafa dvalið við tvö sambyggð hús neðst í Brekkugötu en nú förum við aftur niður í miðbæ og númer þrjú við Brekkugötu stendur háreist bárujárnshús. PC080080En Brekkugata 3 mun byggð um 1904. Húsið er þrílyft timburhús á háum steyptum kjallara, sem er það hár að húsið mætti teljast fjögurra hæða.  Það hefur líkast til ekki verið svona stórt í upphafi en á mynd sem er á bls. 174 í bók Steindórs Steindórssonar sem tekin er til austurs í brekkunni ofan við húsið virðist húsið tvílyft með lágu risi, ekki ósvipað húsunum við Hafnarstræti 29-41, sem eru frá svipuðum tíma. Sú mynd er sögð tekin á árunum 1903-06. En á mynd frá 1927 á bls. 70 í sömu bók hefur húsið fengið núverandi lag, orðið þrjár hæðir á kjallara en ekki er útilokað að byggt hafi verið við húsið að aftan eftir það. Þá eru krosspóstar í gluggum og trúlega hefur húsið verið klætt bárujárni á svipuðum tíma og það var stækkað. Nú eru hinsvegar póstalausir gluggar á framhlið. Húsið hefur gegn um tíðina hýst ýmsa starfsemi, verslanir, skrifstofur og hundruð manna- ef ekki þúsundir hafa búið í húsinu. Það er í góðri hirðu, hefur verið tekið í gegn bæði að utan og innan. Nú er veitingastaður á jarðhæð og að ég held fimm íbúðir á efri hæðum, þar af þrjár leiguíbúðir . Þessi mynd er tekin 8.des. 2012.

Í upphafi mun þetta hús hafa verið svipað þessum húsum sem standa við Hafnarstræti:

P7040032

Heimildir: Steindór Steindórsson. 1993. Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 291
  • Frá upphafi: 420166

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 205
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband