Hús dagsins: Gránufélagsgata 20

Eitt elsta hús sem enn stendur við Gránufélagsgötu verður 105 ára á þessu ári. Það stendur á horni hennar og Hríseyjargötu, skáhallt á móti síðasta Húsi dagsins, Gránufélagsgötu 29. P1120043En það er þetta hús, Gránufélagsgata 20. Húsið, eða öllu heldur eystri hluta þess reistu systurnar Anna og Kristbjörg Kristbjarnardætur árið 1908. Ekki þekki ég til nánar til sögu þeirra en þær hafa eflaust verið miklar kjarnakonur; það var allavega sjaldgæft á þessum árum að konur stæðu einar í húsbyggingum.  Mér hefur sjálfum fundist lagið á þessu húsi minna svolítið á skó eða stígvél, en húsið er einlyft að hluta og tvílyft að hluta og stendur á háum hlöðnum kjallara. Eystri hlutinn, sá eldri er einlyftur úr timbri með háu risi og tveimur smákvistum en vestari endinn er tvílyftur með lágu risi, nánast ferningslaga að grunnfleti og mun sá hluti hússins steyptur. Vesturendinn, sem er hálfpartinn eins og  kastalaturn er viðbygging frá 1927. Kjallari hússins er hár og djúpur og vel gæti ég trúað að hann hafi einhverntíma á þessari rúmu öld hýst einhvern iðnað eða verkstæði eða verslun. En á fyrri hluta 20.aldar voru skil milli iðnaðar- og íbúðarhúsnæðis ekki heilög, raunar var algengast var að  iðnaðarmenn eða verslunarmenn sem vour einyrkjar stunduðu vinnu sína og byggju í sama húsinu. Síðustu áratugina hefur húsið allavega verið íbúðarhús, nú eru líklega þrjár íbúðir í húsinu, hvor á sinni hæð í austurenda og ein í vesturhlutanum. Þegar Húsakönnun Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur var unnin fyrir um tveimur áratugum voru fjórar íbúðir í húsinu. Húsið er í góðu standi og setur mjög skemmtilegan svip á umhverfi sitt, enda svolítið óhefðbundið í laginu. Þessi mynd er tekin 12.jan 2013.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 324
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband