Kal á túnum og grasflötum

Ég segi hérna einhversstaðar að ég muni skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars. Nú ætla ég að sýna smá viðleitni í að standa fyrir máli mínu því hér hef ég nánast eingöngu birt Húsapistla í allavega hálft ár. Ef undan er skildar nýjárs - og jólakveðjur. Hér ætla ég því að ræða aðeins um kalskemmdir. En nú þegar farið er að líða á veturinn eru margir spenntir eða kannski öllu heldur uggandi um það hvernig tún og grasflatir munu koma undan vetri. Þessi vetur a.m.k. hér norðanlands hefur nefnilega verið einstaklega slæmur hvað varðar hættu á kalskemmdum. Snjór hefur verið yfir meira og minna samfleytt frá því í nóvemberbyrjun og jafnvel fyrr og um jólaleytið kyngdi niður snjó. Síðan hefur hitastigið mikið til rokkað um og yfir núllið- sem aftur veldur því að snjórinn bráðnar og frýs á víxl og það sem áður var tuga centimetra jafnfallinn snjór er nú oftar en ekki orðinn "massívur" svellbunki. Til eru margar gerðir kalskemmda en svellkal er einmitt sú gerð sem oftast hrjáir grasflatir. Í stuttu einföldu máli verður svellkal til þannig að grösin anda undir svellinu og gefa frá úrgangsefni á borð við koldíoxíð, etanól og mjólkursýru. Enda þótt grösin nái að anda geta ekki komist í burtu gegn um svellið og grösin beinlínis kafna í eigin úrgangsefnum. Þegar snjóa leysir á vorin eða í löngum þíðuköflum kemur þessi súrbeiska lykt af sverðinu, sumir kalla hana vorlykt eða sveitalykt en einnig kallast hún lokalykt. Sú lykt verður til við efnabreytingar þegar úrgangsefnin og sem grösin anda frá sér komast í tæri við súrefni og það myndast  allskonar "viðbjóður". Það er ekki svo að grös þoli ekki að liggja undir svelli, en þegar þetta er orðið langur tími eða meira en þrír mánuðir þá er veruleg hætta á kalskemmdum. Þegar þetta er ritað hafa sumar grasflatir og tún legið undir snjó og svelli frá því í október eða fjóra mánuði og mikla og langvarandi hláku og ausandi rigningu með þarf til að losa mestu svellin! Mér dettur þetta í hug því á laugardaginn átti ég leið framhjá íþróttavelli hér í bæ þar sem veghefill var á ferðinni fram og aftur; líklega til að láta lofta um grasflötina. Og þar gaus upp einhver sú megnasta lokalykt sem ég hef nokkurn tíma fundið- þetta minnti á kæsingarlykt. Þannig að það hafði greinilega nóg af efnum safnast fyrir undir svellinu, en vonandi að þetta sleppi til. Kalskemmdir eru nefnilega ekkert grín og íþróttavellir, tjaldflatir og golfvellir eru töluvert viðkvæmari fyrir þeim heldur en beitartún.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 282
  • Frá upphafi: 420255

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 196
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband