Hús dagsins: Glerárgata 1.

Um áratugaskeið, var núverandi hluti Þjóðvegar 1 í gegn um Akureyri, Glerárgatan aðeins ein af þvergötum Strandgötu líkt og Lundargata, Norðurgata og Grundargata. P1120045lengi vel lá þjóðleiðin um Hafnarstræti og Aðalstræti og upp Brekkugötu, ofan SíS verksmiðjanna og yfir elstu brúna á Glerá, skammt neðan stíflunnar. Við síðasta áfangan á breikkun Glerárgötunnar uppúr 1980 viku mörg eldri hús við Glerárgötuna og nú standa aðeins örfá eftir neðan Grænugötu. Glerárgata 1 er eitt þeirra sem eftir standa en hús nr. 3, sem var tvílyft hús með lágu risi vék ekki fyrir breikkun götunnar, en var hinsvegar rifið 2004. Glerárgata 1 er byggð um 1900, einlyft timburhús á háum steyptum kjallara með háu portbyggðu risi og miðjukvisti af nokkuð dæmigerðri gerð timburhúsa frá þessum tíma. Á bakhlið er stigabygging og inngönguskúr á suðurgafli. Á bakhlið er einnig minni kvistur með hallandi þaki. Húsið er einbýlishús og hefur líkast til verið síðastliðna áratugi en ekki er ósennilegt að á fyrri hluta 20.aldar hafi nokkrar fjölskyldur búið í húsinu í einu. Það var t.d. ekki óalgeng skipting í húsum af þessari gerð að tvær fjölskyldur byggju í hvor í sínum enda rishæðar og aðrar tvær í sitt hvorum enda hæðar. Kvistir voru oft gerðir á ris og rishæðum stundum lyft til að rýmka en í tilfelli þessa húss er það ekki raunin. Ég er reyndar ekki klár á því hvort kvistur er upprunalegur eður ei. En Glerárgata 1 er stórglæsilegt bárujárnsklætt timburhús og sómir sér ágætlega á einum fjölförnustu gatnamótum Akureyrarkaupstaðar. Frá áramótum mun húsið vera friðað en þá tóku í gildi ný lög þar sem öll hús eldri en 100ára eru friðað. Þessi mynd er tekin 12.janúar 2013.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband