15.3.2013 | 19:07
200. Húsapistillinn- kominn í hús ;)
Mér telst til að síðasti húsapistill sé sá tvöhundraðasti ef marka má listan í færslunni frá lokum síðasta árs þar sem ég númeraði alla pistlana og gaf upp á þá tengla- og komst m.a. að því að hátíðarpistillinn minn númer 150 var í raun númer 154 Ég held að engin önnur ein færsla hafi verið eins tímafrek og yfirlitið hjá mér- það er engin smá vinna að afrita næstum 200 fyrirsagnir úr færslulista yfir í Word og aftur hingað í ritil og slóðirnar fyrir tengla- ég tók margar hálftíma-klukkutíma tarnir. Þess má geta að það er yfirleitt hámarkstími sem ég sit við pistlaskrif í senn, ég er þá frekar nokkra daga með pistil en að sitja marga klukkutíma í einu. En við svona "tímamót" er náttúrulega sjálfsagt að líta um öxl. Fyrsti húsapistillinn minn birtist fyrir að verða fjórum árum, 25.júní 2009 og tók ég þá fyrir Norðurgötu 17. (sjá tenglasafn hér að neðan). Hann var mjög stuttur en upprunalega voru þetta aðeins myndirnar og nokkur orð um byggingarár, hver byggði og stutt lýsing á húsi. Árið 2009 hafði ég myndað nokkur af eldri húsum Akureyrar í Innbæ og Oddeyri, elstu myndirnar frá 2005-6 (ef frá er talin ein mynd af Lækjargötu 6 frá 1998) og haft þetta sérstæða áhugamál; gamlar byggingar á Akureyri í rúman áratug og langaði til að deila þessu. Ég ætlaði að klára myndasafnið sem taldi 80 myndir- ef ég nennti þ.e.a.s. En þá fór boltinn bara af stað. Mér fannst að fyrst ég tók þetta hús fyrir, þá yrði ég eiginlega að taka það næsta eða einhvern hátt sambærilegt hús fyrir o.s.frv. Svo fór ég reglulega í myndagöngutúra og hjóltúra til að bæta við. Svo hefur maður gegn um þessi fjögur ár uppgötvað ýmislegt, t.d. fékk ég bókina um Sveinbjörn Jónsson í afmælisgjöf frá foreldrum mínum og bræðrum í júní 2010 og hóf þá að mynda húsin hans og fjalla um þau. Svo uppgötvaði ég vorið 2011 að Glerárþorp hafði alveg orðið útundan hjá mér og við það mátti ekki sitja...OG SVO FRAMVEGIS. Hús dagsins eru að öllu jöfnu á Akureyri, en ég hef einnig stöku sinnum tekið fyrir hús í Reykjavík, Eyjafjarðarsveit og Stykkishólmi og síðsumars og í haust var Ísafjörður til umfjöllunar hjá mér. En á ég eftir eitthvað af húsum en ég get þó sagt að ég er nokkurn veginn farinn að sjá hvar ég get farið að setja punktinn við þessa pistla. Eftir Eyrarlandsveginn eru nokkur hús í Innbænum og Eyrinni og einhver býli í Þorpinu og þá held ég að sé hægt að segja þetta gott- allavega í þessu formi. Svo er spurningin hvað svo? Margir hafa hvatt mig til að koma þessu í bók, svo er mögulega hægt að setja þetta í einhvern gagnagrunn en svo verður þetta auðvitað alltaf hér. Einnig hefur mér dottið í hug að kannski taka fyrir götu og götu í stað einstakra húsa og hugsanlega "kovera" stóran hluta Akureyrarbæjar þannig! En það kemur bara í ljós þegar þar að kemur. En hér er smáræðis tölfræði og punktar varðandi Hús dagsins:
Tölfræðiágrip Húsapistlarnir eru orðnir 200, skrifaðir frá 25.júní 2009 til 15.mars 2013. Í sumum pistlum hef ég fjallað um fleiri en eitt hús, svo húsin sem ég hef fjallað um eru sennilega nálægt 250.
Hver pistill tekur mig þetta hálftíma-klukkutíma í skrifum. Mestur tíminn fer oft í að fara yfir villur eða koma setningum saman svo þær verði sem best skiljanlegar. Svo getur stundum verið hábölvað að koma myndum almennilega fyrir. Ef við segjum að ég sé þá að meðaltali 45 mínútur þá gera það alls 9000 mínútur sem ég hef setið við skriftir. Það eru 150 klukkustundir eða tæpar 4 vinnuvikur!
Nokkur meginviðmið Ég reyni að hafa færslurnar styttri en lengri. Byggingarár kemur alltaf fram, hver byggði eða teiknaði en einnig stutt lýsing á húsinu og umhverfi þess, hversu margar íbúðir og yfirleitt nefni ég það ef hús lítur vel út og ef það hefur verið gert upp. Ég sé hinsvegar enga ástæðu til þess að minnast sérstaklega á það ef húsi er illa viðhaldið eða lítur illa út, þá verða bara myndirnar að tala sínu máli!
Ég leyfi mér stundum að geta í eyðurnar í sögu húsa út frá byggingarlagi eða frágangi eða þess háttar. Ég nota mikið orðin "sennilega" og "líklega" sem varnagla um að láta ekki út einhverja bölvaða vitleysu og svo fletti ég upp í þeim bókum sem ég hef tiltækar. Ef það er eitthvað sem mér finnst vafasamt þá sleppi ég frekar að hafa það með- sbr. "regluna" mína um styttri en lengri pistla. Svo treysti ég að hluta til á það sem ég man sjálfur í sambandi við húsin. Það dugar vægast sagt skammt enda má nærri geta um hversu ójafnan leik er að ræða þar sem ég er ekki fæddur fyrr en 1985 og húsin sem ég fjalla um oftast ekki bara mörgum áratugum heldur margfalt eldri en ég!
Ég er ekki að skrifa þessa pistla sem fræðimaður heldur áhugamaður, enda hef ég enga prófgráðu á þessu sviði. Enda uppfylla þessir textar og vinnubrögðin við skriftir ekki kröfur til fræðilegs frágangs og vinnubragða, og það svosem ekki ætlunin. Hér eru bara myndir af húsunum , kynning og ágrip af lýsingu og sögu þeirra í bland og hugsanlegar getgátur frá mér um söguna- ekki tæmandi fræðilegt söguyfirlit.
Ég reyni að hafa umfjöllunina hlutlæga- ég er ekkert að segja hvort hús séu ljót eða þess háttar eða blanda því inní umfjöllunina hvað mér finnist í sambandi við húsin. Frá þessu er skýlaus undantekning: Ég get þess að sjálfsögðu ef hús líta vel út eða þau hafa verið gerð upp eða haldið við á glæsilegan hátt .
Myndirnar á síðunni Ég nota eingöngu eigin ljósmyndir á þessa síðu og engin þeirra, hvorki fyrr né síðar, hafa farið gegn um Photoshop. Þær fara bara inn eins og þær koma af "beljunni". Ef ég notast við aðrar ljósmyndir þá er það gegn um tengla á aðrar síður. Myndavélin sem allar myndirnar frá 2006 eru teknar er hvorki dýr né merkileg; Olympus Fe120, keypt í mars 2006 í Hagkaup!
Viðbrögð við pistlum. Ég hef nánast eingöngu fengið jákvæð viðbrögð frá lesendum ,flestir mjög ánægðir með þetta framtak. Ég hef ekki fengið eitt einasta "yfirdrull" a.m.k. ekki á þessum vettvangi enda efnistökin svosem hvorki viðkvæm né umdeild.
Af hverju vísa ég stundum í heimildir og stundum ekki? Ein meginregla. Ef ég þarf að fletta uppí bók eða vefsíðu við vinnslu pistils þá gef ég upp heimildaskrá í lok pistils. Vísa í blaðsíðu ef heimild er mjög sértæk t.d. frásögn af einstaklingi eða gömul mynd í bók. Margir pistlar eru skrifaðir beint eftir minni, það sem ég man eftir lestur margra bóka gegn um tíðina og ef ég get ekki heimilda þá bara einfaldlega man ég þessar upplýsingar utanað! Svo hefur margt sem fram kemur hér á síðunni aldrei ratað í bók heldur er eitthvað sem ég hef heyrt t.d. í Sögugöngum sem ég hef stundað h.u.b. hvert sumar frá 1997!
Af hverju get ég þess alltaf ef hús líta vel út en minnist aldrei á ef þau eru í niðurníðslu eða er illa við haldið? Myndirnar verða bara að tala sínu máli ef hús líta illa út. Mér finnst sjálfsagt að einblína á það jákvæða og minnast á það sem er vel gert í viðhaldi gamalla og skrautlegra húsa. En ég er enginn húsaviðhaldslögga og mér finnst ég ekkert eiga með að setja út á hvernig húseigendur hirða um eigur sínar. Oft eru einhverjar ástæður þar að baki og auðvelt að gagnrýna án þess að setja sig inn í málin. Ég minnist á það sem vel er gert- en finnst hitt einfaldlega óþarfi, það er víst alveg nægt framboð af efni þar sem einblínt er á það neikvæða.
Og hér eru tenglar á alla 200 Húsapistlana:
http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1266657/
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 11
- Sl. sólarhring: 59
- Sl. viku: 502
- Frá upphafi: 436897
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 334
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.