Hús dagsins: Gránufélagsgata 12 (áður 28)

Ég hef haldið mig nokkuð við Oddeyrina sl. vikur í húsaumfjölluninni og mun líklegast halda því áfram. 197121_1019015091079_4856933_n[1]Sem fyrr er það tilviljanakennt hvort það líða tvær vikur eða tveir dagar milli færsla hjá mér- - en það er svosem ekki ofarlega á forgangslistanum hjá mér þessa dagana að sitja við tölvuna nú þegar langþráð sumar hefur látið sjá sig hér fyrir norðan. En nóg um það. Ég fór um daginn að ljósmynda Grundargötu en fann einnig gamla mynd í safninu hjá mér af þessu húsi sem er Gránufélagsgata 12.

En Gránufélagsgata 12 var lengst af númer 28 og var númerinu breytt um 2000. Hvernig á því stóð, bæði upprunalega númerinu og hvers vegna því var breytt hef ég ekki græna glóru um enda númerakerfi Gránufélagsgötunnar hin mesta ráðgáta. Líklega var þó númerinu breytt til þess að húsin stæðu í réttari röð, því næst ofan hússins er númer 10 og 16 neðar við götuna. En Gránufélagsgötu 12 (eða 28) reisti Sigtryggur Helgason árið 1931 eftir teikningum Halldórs Halldórssonar en meðal annarra bygginga sem teiknaði er t.d. Sambyggingin (1929) neðar við Gránufélagsgötu og Langavitleysa (1942) við Hríseyjargötu. Húsið er tvílyft steinsteypuhús með háu risi og hefur haldist að miklu leyti lítið breytt frá upphafi.   Rishæð eða vesturherbergi þess var leigt út fram yfir miðja 20. öld en stærstur hluti rishæðar var lengi vel geymsla og oft notuð til að þurrka þvott þegar ekki viðraði til þess úti.  Gluggar eru þó líklegast breyttir en í þeim eru þverpóstar, hafa sennilega verið krosspóstar í upphafi. Tvær íbúðir eru í húsinu á neðri hæð og á efri hæð og risi og hefur sú skipan líkast til verið frá upphafi. Húsið lítur vel út og er í góðu standi og lóð er stór og gróin. Geymsluskúr var áður á lóðinni sunnarlega, einnig stór kartöflugarður austast á lóðinni. Þessa mynd tók ég fyrir um fjórum árum, á miðnætti eftir Sumarsólstöður, 22.júní 2009.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband