Hús dagsins: Strandgata 41

Strandgata 41 var reist árið 1901 sem bakarí af Brauðgerðarfélaginu. Yfirbakari þar var Olgeir Júlíusson en meðal barna hans var Einar alþingismaður. P7100031Einar Olgeirsson fæddist í þessu þann 14.október 1902. Húsið, sem er lítið sem ekkert breytt frá fyrstu gerð, var einlyft timburhús með háu portbyggðu risi og á háum kjallara. Miðjukvistur er framan á húsinu en annar minni kvistur bakatil og stigabygging. Krosspóstar eru í gluggum og bárujárn á veggjum og þaki. Húsið var allt tekið í gegn að utan um 1995 og er mér minnisstætt þegar eldri járnklæðningu var svipt af kom fram stór og mikil áletrun á upprunalegu panelklæðningunni, Kristján Jónsson. En Brauðgerðarfélagið átti húsið til 1912 en þá stofnaði áðurnefndur Kristján Jónsson bakari sitt eigið bakarí þarna, Brauðgerð Kr. Jónssonar eða Kristjánsbakarí og starfaði það í þessu húsi eitthvað fram undir miðja öldina en fluttist þá í þar næsta hús, Strandgötu 37. Bakaríið er enn starfandi undir sama merki og er það því eitt af elstu fyrirtækjum landsins en nú eru höfuðstöðvar þess við Hrísalund á Brekkunni en auk þess eru tvær Kristjánsbakarísverslanir í bænum. Lengi vel var bakaríið með útibú í Hafnarstræti 98; Hótel Akureyri og hafði það bakarí mikinn sjarma eins og ég sagði frá hér. Ekki þekki ég hvort einhver önnur verslun eða starfsemi var í húsinu eftir daga bakarísins hér en það þykir mér hreint ekki ólíklegt, því um og eftir miðja 20.öld voru margar verslanir og smáiðnaður í húsunum á Eyrinni. Enda aðstæður allt aðrar þegar ekki voru stórmarkaðir og ekki bíll á hverju heimili og öll erindi sem heimili gátu átt þurftu að vera í göngufæri. Síðustu áratugina hefur húsið verið íbúðarhús og eru nú þrjár íbúðir í húsinu, ein í kjallara, önnur á hæð og sú þriðja í risi. Sem áður segir var húsið allt gert upp um miðjan 10.áratug og lítur stórglæsilega út. Þessi mynd er tekin 10.júlí 2013.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.

Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband