Hús dagsins: Strandgata 43

Strandgötu 43 reisti Stefán Jónasson skipstjóri árið 1920. P7100032 Húsið er mjög svipað og gerð og næsta hús neðan við, 41 en eilítið háreistara og virkar því eins og númeri stærra. Það er einlyft bárujárnsklætt timburhús með portbyggðu risi með miðjukvisti að framan en bakatil er stigabygging og flatur kvistur og bakbygging og svalir útaf kvistinum. Hár steinsteyptur kjallari er undir húsinu. Var það Sveinbjörn Jónsson sem teiknaði húsið og virðist svo vera sem gert hafi ráð fyrir að húsið væri reist úr r-steini en raunin var sú að húsið var byggt úr timbri. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús með mis mörgum íbúðum en nú eru að ég held tvær íbúðir í húsinu, ein á hæð og önnur í risi. Lengi vel er einnig íbúð í kjallara en nú er þar Laufabrauðssetur, minjagripaverslun sem selur varning tengdan þessu séríslenska jólagóðgæti. Húsið er í góðu standi og lítur vel út og hluti af einstaklega skemmtilegri götumynd. Þessi mynd er  tekin skömmu eftir miðnætti 10.júlí 2013.

Heimildir: Friðrik G. Olgeirsson, Halldór Reynisson og Magnús Guðmundsson. 1996. Byggingameistari í stein og stál; saga Sveinbjarnar Jónssonar í Ofnasmiðjunni 1896-1982. Reykjavík: Fjölvi.

Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Arnór og takk fyrir góða umfjöllun. Langafi minn og nafni byggði húsið. Vildi samt koma með leiðréttingu. Hann hét Stefán Jónasson, en ekki Jónsson.

bestu kveðjur
Stefán Fr.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.8.2013 kl. 22:34

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Takk fyrir þetta, Stefán, gaman af þessari vitneskju. Og rétt skal vera rétt- leiðrétti þetta hið snarasta :)

Arnór Bliki Hallmundsson, 25.8.2013 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband