Hús dagsins: Strandgata 25b

Síðast tók ég fyrir húsið Alaska við Strandgötu 25 en hér er það hús sem stendur á baklóð aftan við það hús. En Strandgata 25b stendur mitt á milli húsa nr. 25 og 27, um 20 metra frá götubrún. P7150021En húsið reisti maður að nafni Guðmundur Seyðfjörð árið 1924. Húsið er tvílyft steinsteypuhús með háu risi og miðjukvisti á austurhlið, en gaflar hússins snúa í norður-suður. Tröppur uppá efri hæð eru einnig forstofubygging fyrir neðri hæð.  Þverpóstar eru í  gluggum. Ég veit ekki annað en húsið hafi verið íbúðarhús alla tíð og líkast til hafa íbúðir alltaf verið tvær, hvor á sinni hæð- líkt og í dag. En Strandgata 25b er hús sem leynir á sér- eins og gjarnt er með bakhús. Það er alls ekki áberandi frá götu en er þó traustlegt, vel viðhaldið og glæsilegt hús og því fylgir einnig ágætis lóð sem nýtur þarna skjóls af húsunum við Strandgötu og Lundargötu. Þessi mynd er tekin 15.júlí sl.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottasta húsið :)

Jan Hermann Erlingsson (IP-tala skráð) 13.8.2013 kl. 14:19

2 identicon

þar sem ég er fædd og uppalin í þessu húsi þekki ég vel til fósturfaðir minn Ingólfur byggði húsið með Guðmundi föður sínum og átti alltaf neðstu hæðina og síðan Inguibjörg kona hans fram til 1963 en þá seldi hún og hafði þá búið í húsinu í 38 ár, þau hjón bjuggu samt lengst af á miðhæðinni ásamt Guðmundi, en íbúð var í risinu fram til 1962 er Hermína Jónsdóttir og Níels maður hennar kaupa miðhæðina og litlu seinna risið og sameina í eina íbúð.

Ásta Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.8.2013 kl. 14:32

3 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Takk fyrir þessi innlegg, þetta er ómetanleg og skemmtileg viðbót við færsluna.

Arnór Bliki Hallmundsson, 15.8.2013 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 23
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 494
  • Frá upphafi: 436849

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 319
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband