Hús dagsins: Hafnarstræti 37 og 39

 Hafnarstræti 37, gult að lit t.v. á mynd.P9100035

Sigtryggur og Jónas reistu þetta hús árið 1905 fyrir Sigurð Sigurðsson bóksala. Húsið var og er, því það er að mestu óbreytt frá upphafi að ytri gerð, tvílyft timburhús með lágu risi og á steinkjallara. Tvílyft stigabygging er á bakhlið. Húsið er nú allt bárujárnsklætt en er líklegast mest lítið breytt að ytra byrði frá fyrstu gerð. Krosspóstar og þverpóstar eru í gluggum. Sigurður bjó og starfaði í húsinu en framan af 20.öld var það algengt að menn byggju og sinntu rekstri í sömu húsunum. Oftast voru verslanir og iðnaður þá á jarðhæðum eða kjöllurum og íbúðarrými á efri hæðum. Það var tilfellið hér en í kjallaranum var bókabúð Sigurðar, á neðri hæð hafði hann bókbandsverkstæði og stofur en bjó á efri hæðinni. Bóksala var starfandi í húsinu áratugum saman en Þorsteinn M. Jónsson keypti verslunina eftir lát Sigurðar árið 1923 og rak hana til 1938. Um líkt leyti hefur neðri hæð og kjallari verið tekin til íbúðar og hefur að ég held verið svo frá því. Þó getur verið að einhver starfsemi eða verslun hafi farið fram í húsinu eftir 1940 án þess að þess sé getið í rituðum heimildum.

Hafnarstræti 39, blátt að lit t.h. á mynd.

Fyrstu eigendur þessarar lóðar voru þeir Helgi og Ólafur Gunnarssynir en þeir fengu hana keypta af bænum árið 1902, en þeir reistu þó ekki hús þarna. Fyrir núverandi húsi er byggingarleyfi ekki sagt finnast (Hjörleifur Stefánsson 1986: 129) en fyrsti eigandi er skráð Vilborg Grönvold og talið líklegast að Jónas og Sigtryggur hafi reist húsið fyrir hana um 1905.  1916 er eigandi hússins Páll Skúlason og húsinu var árið 1968 skipt í tvær íbúðir. Húsið er eilítið styttra á langveginn en hin húsin í röðinni en er með sama lagi, tvílyft timburhús með lágu risi og á steinkjallara. Gluggar á götuhlið eru stórir, sexrúðu krosspóstar en einnig eru einfaldir krosspóstar á húsinu. Einlyftur forstofuskúr með lágu risi er á suðurhlið og þar hafa verið reistar svalir en einnig er einlyft bakbygging við húsið. Ekki veit ég hvort þarna er um upprunalegar byggingar að ræða (það kemur ekki fram sérstaklega í Innbæjarbókinni) en líklegast þykir mér að allavega suðurbygging sé seinni tíma viðbygginga. Svalirnar eru alltént frá því um 1995-2000. Húsið leit ekki alltof vel út um það leyti en hefur síðan þá fengið góða yfirhalningu og virðist í ágætu standi. Það er timburklætt að utan með bárujárn á þaki og tvær íbúðir munu í húsinu.

Þessi mynd er tekin 10.september sl.

Heimildir: Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin.

Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur

Hafnarstræti 37 brann til ösku þann 19. maí 2020. Svo voveiflega vildi til, að bruninn varð mannskæður, en einn maður fórst. cry

P5190960


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 474
  • Frá upphafi: 436829

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 303
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband