Hús dagsins: Norðurgata 8, söluturn

Enn held ég mig Norðurgötuna neðanverða en þessi hluti götunnar milli Strandgötu að Eiðsvallagötu liggur við að segja að sé eins og safn helstu húsagerða áratugina sitt hvoru megin við 1900, þarna eru einlyft timburhús með miðjukvistum, tvílyft með lágu risi, steinsteypuhús dæmigerð fyrir fyrstu gerð slíkra húsa og eina grjóthlaðna húsið á Akureyri. P1300055Þar er einnig annað tveggja húsa í bænum sem klætt er steinskífu. Þessi hluti götunnar er líka byggður í áföngum á löngum tíma, grjóthlaðna húsið þ.e. Gamla Prentsmiðjan og  timburhúsin eru byggð 1880-1902 en  svo er steinhúsahlutinn austan megin milli Gránufélagsgötu og Eiðsvallagötu byggður árið 1926.

Ég segi þarna að timburhúsin séu byggð síðustu tvo áratugi 19.aldar en á horninu við Gránufélagsgötu er undantekning en það er söluturninn við Norðurgötu 8 en hann er byggður 1933. Það var Axel Schiöth bakari kaupmaður sem reisti húsið sem sölubúð en teikningarnar að húsinu gerði Tryggvi Jónatansson byggingarfulltrúi. Teikningarnar hans gerðu ráð fyrir skrautlegum turni efst á húsinu. Húsið er timburhús á lágum en djúpum steinsteypum kjallara með háu, pýramídalaga valmaþaki. Húsið er klætt steinblikki og hefur líkast til haft þá klæðningu frá upphafi. Stórir búðargluggar eru á götuhliðum sem snúa í suður og austur og aðaldyr á horni suðurhliðar sem snýr að Gránufélagsgötu og afgreiðsludyr fyrir vörur á bakhlið en einn gluggi með krosspósti á austurhlið. Lítil lóð fylgir húsinu og þar stendur lítill skúr bakatil byggður 2007. Lengi vel var aðeins helmingur lóðarinnar nýttur fyrir húsið en hinn helmingurinn "nytjaður" sem hluti lóðar Gránufélagsgötu 27. Þegar ég flutti í það hús sumarið 1997 var þarna starfandi verslunin Esja og hafði verið um nokkuð árabil en frá 1998-2005 starfaði þarna verslun undir nafninu Eyrarbúðin og 2006-12 var þarna verslunin Hreiðrið. Síðustu misserin hefur ekki verið verslunarrekstur í húsinu. Þarna hefur allt frá byggingu verið starfræktar verslanir undir ýmsum nöfnum og skilst mér að Eyrarbúðin hafi einnig verið eldra heiti á verslun í húsinu. Húsið er að líkindum að mestu óbreytt frá fyrstu gerð að utan en hefur nokkrum sinnum verið tekið í yfirhalningar að innan. Þessi mynd er tekin 30.jan 2014.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband