Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 27

Á brekkubrúninni framan við Menntaskólan á Akureyri og Lystigarðinn liggur efri hluti Eyrarlandsvegar. Þessi gata átti einhvern tíma að heita Fagrastræti og taldist syðsta húsið, Eyrarlandsvegur 35, upprunalega standa við Fagrastræti 1. Ég hef þegar fjallað um það hús en nú er ætlunin að taka fyrir húsaröðina frá 27 að 33 í hækkandi númeraröð. Þetta eru sviplík hús, vegleg steinhús frá 3. áratug 20.aldar með einni yngri undantekningu og mynda glæsilega heild. 

P4190007

Húsið á Eyrarlandsvegi 27 reistu hjónin Ólafur Sumarliðason skipstjóri og Jóhanna Björnsdóttir árið 1928. Teikningar gerði Einar Jóhansson.  Húsið  er einlyft steinsteypuhús með háu risi og stendur á háum kjallara. Húsið snýr stafni að götu og snýr austur- vestur, líkt og öll næstu hús sunnan við. Á suðurhlið er lítill miðjukvistur og svalir framan við hann. Húsið er nokkuð skrautlegt og ber þess merki að hafa verið reist af miklum efnum. Húsið er með steyptu bogadregnu skrauti á göflum og á framhlið er bogadregið útskot með lauklaga þaki (held ég hafi heyrt einhvers staðar eða lesið að svona  þakbúnaður kallist "karnap"). Ef húsinu er flett upp í Landupplýsingakerfi Akureyrar kemur í ljós að húsinu var breytt lítillega 1964 og 1972 og bílskúr var reistur á lóðinni árið 1979 eftir teikningum Aðalsteins Júlíussonar. (veljið flipan "teikningar" til vinstri og sláið húsið inn undir "Gögn"- "Heimilisfangaleit" og "Opna skýrslu" til að nálgast upplýsingarnar). Húsið mun ekki hafa skipt oft um eigendur fyrstu áratugina, en lengi vel bjó Einar sonur Ólafs og Jóhönnu eftir þeirra dag. Húsinu er vel við haldið og lítur glæsilega út sem og einnig gróskumikil lóð, en gróðurinn er kannski ekki áberandi á þeim árstíma sem myndin er tekin þ.e. snemma vors. En myndin er tekin um klukkan sjö í gær, 19.apríl 2014. 

Heimildir: Akureyrarkaupstaður.2014. Landupplýsingakerfi Akureyrarbæjar. Sjá tengil í texta.

Steindór Steindórsson. 1993. Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs.  Reykjavík: Örn og Örlygur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 20
  • Sl. sólarhring: 59
  • Sl. viku: 511
  • Frá upphafi: 436906

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 342
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband