Hús dagsins nr.145: Eyrarlandsvegur 35 (Fagrastræti 1)

Þegar ekið er um Eyrarlandsveginn gætu einhverjir haldið að um tvær götur sé að ræða. Enda var eitt sinn hugmyndin að svo væri. P3180106 En gatan er rétt um kílómeter að lengd, beygir í miðju Grófargili við Akureyrarkirkju og stígur svo bratt upp brekkubrúnina að brún Barðsgils, ofan Samkomuhússins og Sjónarhæðar. Þar eru mót götunnar og Hrafnagilsstrætis og Barðstúns en gatnamótin mynda þríhyrning sem snýr í vestur (Hrafnagilsstræti), suður (Eyrarlandsvegur) og Barðstún (suður) en suður úr þessum gatnamótum heldur Eyrarlandsvegurinn áfram, og þar vestan götu stendur Menntaskólinn á Akureyri og Lystigarðurinn en austan við eru hús nr. 25-35. En fyrsta húsið sem reis þeim megin götunnar á móts við Lystigarðinn og Menntaskólan var þetta hús, Eyrarlandsvegur 35. En þegar það var reist var það kallað Fagrastræti 1 en syðri og efri hluti Eyrarlandsvegar sem nú er átti þá að heita Fagrastræti en það nafn festist ekki í sessi og næstu hús sem risu nokkrum árum seinna stóðu frá upphafi við Eyrarlandsveg.

En Eyrarlandsveg 35 reisti Þorkell Þorkelsson gagnfræðaskólakennari árið 1915. Húsið er einlyft steinsteypuhús á kjallara með portbyggðu risi, einfalt og látlaust að gerð. Á framhlið er forstofubygging og á norðurhlið er lítil útbygging lítið útskot með lauklaga þaki (karnap) á suðurvegg.  Hvort þessar útbyggingar voru frá upphafi veit ég ekki, hugsanlega voru þær byggðar við seinna. Þessar byggingar eru alltént komnar á húsið 1940 en í bók Steindórs Steindórssonar (1993) á bls. 84 er mynd af húsinu síðan þá. Eigendur þá eru hjónin Jakob Lilliendahl bókbindari og Stígrún Helga Stígsdóttir. En húsið er einbýlishús og hefur líkast til alla tíð verið það. Það er í góðu standi og lítur vel út- sem og lóðin. Á hlaðvarpanum má svo sjá gamlan Farmal (árgerð um 1945-50 myndi ég giska á) en hann hefur verið uppgerður með glæsibrag- og er hann síst til minni prýði en húsið og umhverfi þess. Þessi mynd er tekin í vetrarsólinni 18.mars 2012.

Heimildir: Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P5150358
  • IMG_0082
  • IMG_0081
  • IMG_1520
  • IMG 1494

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 444
  • Frá upphafi: 419225

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 337
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband