Hús dagsins: Hafnarstræti 100.

Á Hafnarstræti 100 var fyrst reist hús árið 1903 og voru það Sigtryggur Jóhannesson og Jónas Gunnarsson sem reistu þar hús. P4190004Af gömlum myndum má ráða að þar hafi verið um að ræða tvílyft timburhús á háum kjallara með aflíðandi risi. Segir í bók Steindórs Steindórssonar að þarna hafi þeir rekið fyrstu vélvæddu timburverslunina á Akureyri og hún búin sérstökum þurrkklefa og stór reykháfur sem honum fylgdi staðið upp úr húsinu lengi eftir að þeim rekstri lauk (Steindór Steindórsson 1993: 126). Síðar rak Balduien Ryel þarna verslun og íbúðir á efri hæðum en seinna Hótel Gullfoss undir stjórn Rannveigar Bjarnadóttur og síðustu árin rak Sveinn Þórðarson hótelið. Timburhúsið við Hafnarstræti 100 brann árið 1945 en núverandi hús var reist 1946. Þar er um að ræða fjórlyft steinsteypuhús með aflíðandi risi og miklum kvisti á framhlið. Húsið er í mjög góðri hirðu og var allt tekið í gegn að innan sem utan árin fyrir 2000. Skipt var um glugga, klæðningu að utan og efst hæðin byggð upp að nýju. Nú er húsið fjölbýlishús en verslun er á jarðhæð, en líkast til hefur hún verið verslunarrými frá upphafi. Ég man eftir Bókabúðinni Eddu þarna um 1990 en á efri hæðum voru lengi vel skemmtistaðir og veitingastaðir. Margir tala einmitt um þetta hús sem H-100 en þarna var rekin skemmtistaður með því nafni- vísar til Hafnarstrætis 100. Þessi mynd er tekin 19.apríl 2014.

PS. Hér er einnig skemmtileg umfjöllun Jóns Inga Cæsarssonar um götumyndina sem var í Hafnarstræti og þar sést forveri þessa húss á lóðinni.

Heimildir: Steindór Steindórsson 1993. Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband